is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11597

Titill: 
  • Ferð Radísjsevs frá Pétursborg til Moskvu: Hugmynd, hugsjón, heimildagildi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bókin Ferð frá St. Pétursborg til Moskvu (1790) eftir Alexander Radísjsev er talin vera fyrsta alvöru ádeilan á rússnesku bændaánauðina. Radísjsev gerði sér grein fyrir hve viðkvæmt umræðuefnið var og ákvað að gefa bókina út undir dulnefni. Viðfangsefni bókarinnar sem var svona óvinsælt, var hvernig farið var með bændur, einkum þá sem bjuggu nálægt stórborgunum tveimur Moskvu og Pétursborg. Þar hafði sú hefð skapast að óðalsherrann verkstýrði bændum sínum þannig að talað hefur verið um ánauð. Þrælahald og þrælasala í nýja heiminum var sett rússnesku bændaánauðinni að jöfnu, svo slæmt þótti ástandið. Hins vegar var einnig sú hefð haldin í heiðri að enginn mótmælti þessu fyrirkomulagi, enda hefði það ekki þjónað hagsmunum þeirra sem nutu góðs af því. Téð bók þótti hættuleg ekki síst í ljósi þess að hún kom út á viðkvæmum tímapunkti í sögu Evrópu eða þegar Franska stjórnarbyltingin stóð sem hæst. Katrín II, sem þá var keisaraynja, var ekki lengi að finna höfund bókarinnar og senda hann í útlegð til Síberíu fyrir óskammfeilni sína.
    Hér verður reynt að gera grein fyrir þeim hugmyndum sem liggja að baki skrifum bókar Radísjsevs. Hann var jú sjálfur aðalsmaður og hafði engan persónulegan hag af því að breyta ástandinu. Fjallað verður um hvernig hann kom hugsjónum sínum á framfæri; birtingarmynd bændaánauðin í bókinni og síðan hvort sú umfjöllun var sanngjörn eða ekki, það er að segja hvert heimildagildi bókarinnar er. Ferðabók Edward Daniel Clarke er höfð til hliðsjónar, en hann ferðaðist um Rússland um aldamótin 1800. Einnig verður skoðað hvað fræðimenn á borð við Richard Pipes, Allison Blakley, Roderick Page Thaler og fleiri hafa sagt um rússnesku bændaánauðina og Radísjsev sjálfan.
    Tveir kaflar úr ferðabók Radísjsevs hafa verið þýddir úr frummálinu yfir á íslensku og eru birtir aftast í ritgerðinni, til að lesendur fái smjörþefinn af því Rússlandi sem Radísjsev vildi sýna. Fyrri kaflinn fjallar um bónda sem vinnur kvaðavinnu og sá síðari um uppboð þar sem fjölskylda er boðin upp til sölu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ferd_radisjsevs.PDF1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna