is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11600

Titill: 
  • Einhverfa og íslenska kerfið: börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar heimildaritgerðar er einhverfa og íslenska kerfið. Notast var við fyrirliggjandi ritaðar heimildir, lög og kennslubækur til að afla þekkingar um efnið. Markmiðið með ritgerðinni er að auka þekkingu samfélagsins á þessari tegund fötlunar, einkennum hennar, orsökum og algengi ásamt því að skoða hvaða þjónusta og úrræði eru í boði fyrir þennan hóp. Fjallað er almennt um einhverfu, tegundir einhverfurófsraskana, greiningarviðmið og hvernig greiningin fer fram. Rannsóknir benda til þess að tíðni einhverfu hafi aukist jafnt og þétt hér á landi og er ástæða þess talin vera áhrif nýrrar og betri skilgreiningar og fleiri flokka á einhverfu ásamt aukinni þekkingu fagmanna og foreldra. Þjónusta við börn með sérþarfir hefur batnað umtalsvert en samt sem áður þarf að bæta þjónustu og úrræði enn frekar. Ekki má horfa fram hjá þeim börnum sem greinast með vægari raskanir sem eru samt sem áður ekki það alvarlegar að þær falli undir skilgreiningu einhverfurófsins. Þessi börn falla undir skilgreiningu svokallaðs „grás svæðis“. Þar sem þessi börn lenda á „gráa svæðinu“ eru þau ekki flokkuð sem fötluð sem leiðir til þess að þjónusta við þessi börn er ekki nægilega góð og úrræði af skornum skammti því þörfin fyrir þjónustu er meiri en réttarstaða þeirra segir til um. Foreldrar fatlaðra barna þurfa að hafa samskipti við fjöldann allan af stofnunum og fagfólki og getur kerfið verið hálfgert völundarhús sem erfitt er að rata um. Þegar svo er komið er gott að hafa einhvern sem getur aðstoðað og bent á frekari úrræði og hefur þekkingu á þjónustunni sem er í boði. Börn með sérþarfir eins og önnur börn þurfa að framfylgja skólaskyldu og hafa þau sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar að ganga í almennan skóla og fá þau sérúrræði sem standa þeim til boða.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Lokaeintak_-_Súsanna_Reinholdt.pdf452.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna