is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11603

Titill: 
  • Áhrif einkasafnara á líf og feril listamanns. Samband Jóhannesar Sveinssonar Kjarval við Jón Þorsteinsson, góðan vin og velgjörðamann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samband Jóhannesar Sveinssonar Kjarval myndlistar¬manns við Jón Þorsteinsson, íþróttakennara og einkasafnara. Þeir kynntust árið 1924 við íþróttaiðkun, á heimavelli Jóns, en sambandið varð svo nánara vegna áhuga Jóns á myndlist Kjarvals. Jón kom upp stóru málverkasafni sem að mestu var byggt upp á verkum eftir Kjarval og leitast er við að svara þeirri spurningu hvaða áhrif samband Kjarvals við góðan vin og velgjörðamann hafði á líf hans og listferil.
    Í fyrsta kafla er ljósi varpað á ævi Jóns Þorsteinssonar með áherslu á ástríður hans, íþróttir og listir, og eru tengslin milli þeirra könnuð. Í öðrum kafla er tekið fyrir samband Kjarvals og Jóns frá fyrstu kynnum og þróun þess rakin þar til Jón eignaðist sitt fyrsta Kjarvalsmálverk. Sagt er frá byggingu Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 og í þriðja kafla er fjallað um mikilvægi hússins fyrir ævi og störf Kjarvals. Árið 1942 hélt hann þar stóra málverkasýningu og um tveggja ára skeið bjó hann þar hjá Jóni og konu hans, Eyrúnu Guðmundsdóttur, við góðan kost auk þess að hafa vinnuaðstöðu í íþróttasalnum í 20 ár. Sagt er frá sambandi Kjarvals við Eyrúnu en þau voru einnig góðir vinir og í lok kaflans er fjallað um einkenni og orsakir söfnunar Jóns. Í fjórða og síðasta kafla ritgerðarinnar er söfnunin sett í samhengi við söfnun annarra íslenskra einkasafnara og fjallað um þau áhrif sem þeir hafa haft á íslenska myndlist.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Halldorsdottir.pdf32.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna