is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11609

Titill: 
  • „Mestur nútímamaður meðal enskra rithöfunda.“ Nútímalegir þættir Kantaraborgarsagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kantaraborgarsögur eftir enska skáldið Geoffrey Chaucer, sem voru skrifaðar undir lok 14. aldar, eru ekkert venjulegt sagnasafn. Höfundurinn lætur margar mismunandi sögupersónur segja mjög fjölbreytilegar sögur sem margar hverjar kallast á við - og varpa ljósi á - hverja aðra. Fjölbreytileikinn er ekki einungis fólginn í mismunandi efnistökum, heldur ræðst stíll þeirra á því hvaða sögupersóna segir söguna. Þetta verk sem er skrifað talsvert áður en skáldsagan, eins og við þekkjum hana, kemur fram á sjónarsviðið inniheldur margt sem getur talist skáldsögulegt og jafnvel nútímalegt.
    Í þessari ritgerð eru Kantaraborgarsögur skoðaðar út frá þeim kenningum sem Mikhaíl Bakhtín setti fram í ritgerð sinni „Úr forsögu orðlistarinnar í skáldsögum“ og leitast er við að finna skáldsögulega þætti í verkinu. Kannað er hvernig hugmyndir Bakhtíns um margröddun, skopstælingu og grótesku eiga við um Kantaraborgarsögur. Verkið er skoðað með hliðsjón af þróun bókmennta og einnig kenningum um sjálfsögur (e. metafiction) sem fjalla um hvernig höfundurinn kann að afhjúpa verkið sem skáldskap og brjóta upp þá ramma sem frásögnin er í.
    Þá er einnig skoðað hvernig Chaucer birtist bæði sem sögumaður og persóna í verkinu og hvernig munurinn á þessum tveimur er notaður sem grundvöllur fyrir íróníu. Að endingu eru sögurnar sem pílagrímurinn Chaucer (sögupersónan) fer með skoðaðar og hugleitt hvernig höfundurinn hafi ætlað sér að ljúka verkinu.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgeir.pdf321.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna