is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1161

Titill: 
  • Hugsunin er léttari en ör, fleygari en vindurinn : gildi sköpunar í námi barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð fjallar um gildi sköpunarkraftsins í námi leik- og grunnskólabarna. Til að skoða þetta er lagt af stað með þrjár rannsóknarspurningar. Í fyrsta lagi er spurt hvert gildi sköpunar sé í námi barnanna. Í öðru lagi hvort leggja þurfi meiri rækt við sköpunarkraft þeirra en nú er gert. Í þriðja lagi er spurt hvort skólarnir uppfylli sköpunarþörf barnanna samkvæmt aðalnámskrám.
    Til að svara þessum spurningum er skoðað hvað námskrárnar segja um gildi sköpunar í námi barna og hversu mikill tími er gefinn í skólunum til að sinna henni. Hugmyndafræði ítalska uppeldisfræðingsins Loris Malaguzzi er kynnt og fjallað er um hvernig leikskólar sem vinna eftir henni eru starfræktir. Lowenfeld og Brittain er þekktir fræðimenn á sviði listmenntunar og hafa gert ítarlegar rannsóknir á myndsköpun barna. Rannsóknir þeirra og hugmyndafræði verður til umfjöllunar. Rannsóknir finnska heilasérfræðingsins Matti Bergström á mikilvægi þess að taka tillit til heilastarfsemi þegar kennsluaðferðir eru ákvarðaðar eru skoðaðar. Hann telur að kennsla eins og hún er í dag sé algerlega óviðunandi miðað við þær niðurstöður sem hann dregur af rannsóknum sínum. Hugtakið kaos gegnir lykilhlutverki í námi barnsins að mati Bergström. Sá skilningur er lagður í hugtakið að kaos sé nauðsynleg forsenda þess að eitthvað nýtt verði til. Niðurstöður sem dregnar eru í lok ritgerðarinnar staðfesta að kaos sé aðal drifkraftur sköpunar þar sem ferli hennar er lykilatriði í námi barnsins en ekki einungis afurðin sem það skapar.
    Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu hjá áðurnefndum fræðimönnum var viðtal tekið við Önnu Richardsdóttur um það hvernig hægt sé að kenna börnum á skapandi hátt. Anna er sérmenntuð í listrænum tjáningardansi og hefur haft sköpunarkraftinn að leiðarljósi í kennslu. Að lokum eru gerðar tvær ljósmyndaskráningar til að sannreyna þær hugmyndir og kenningar sem settar eru fram í ritgerðinni um mikilvægi þess ferlis sem á sér stað hjá barninu í námi þess. Í fyrri skráningunni er fylgst með ferli barns þegar það býr til snjókarl og hund. Í seinni skráningunni eru skoðaðar upplifanir sama barns þegar það gengur berfætt í snjó.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hugsunin.pdf1.18 MBOpinnHugsunin er léttari en ör, fleygari en vindurinn - heildPDFSkoða/Opna