en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11616

Title: 
 • is Þjónustuíbúðir fyrir aldraða: Verð og þjónusta
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Tilgangurinn með þessari ritgerð er að fá innsýn í þann kostnað og þá hagsmuni sem fylgja því að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Farið verður yfir lög og skyldur sveitarfélaga í húsnæðismálum og verklag Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þegar kemur að húsnæðisúrræðum fyrir aldraða. Þá verður rakin saga þjónustuíbúða, hvar upphafið liggur og stiklað á stóru yfir þær þjónustuíbúðir sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu. Ætlunin er að kanna hvaða þjónusta fylgi þjónustuíbúðunum, hvað sé innifalið í mánaðargreiðslum og hvað þurfi að borga aukalega. Borin verða síðan saman þjónusta og verð milli íbúða eftir mismunandi stofnunum innan höfuðborgarsvæðisins.
  Ritgerð þessi er rannsóknarritgerð þar sem notast er við ritaðar heimildir ásamt frumheimildum til að svara rannsóknarspurningum.
  Helstu niðurstöður eru þær að svipað leiguverð er á íbúðum þeirra einkareknu stofnana sem skoðaðar voru, Eirar og Hrafnistu, en misjafnt er hvort greiða þarf fyrir aðra þjónustu eins og aðstoð við tómstundir. Íbúðir hjá Reykjavíkurborg eru töluvert ódýrari heldur en hjá Eir og Hrafnistu og gefa því tekjulægra fólki möguleika á að leigja húsnæði á verði sem það ræður við. Þjónustustig íbúða hjá Reykjavíkurborg er ekki ósvipað þjónustustigi íbúða Eirar og Hrafnistu og ber að nefna að öllum íbúðum, hvort sem þær eru hjá Reykjavíkurborg eða öðrum, fylgir öryggishnappur. Almennt virðist gott aðgengi fyrir aldraða að þjónustu sem ætlað er til að létta þeim lífið og allur kostnaður við slíka þjónustu í lágmarki.

Accepted: 
 • May 10, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11616


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristín K.pdf566.95 kBLocked Until...2132/05/01HeildartextiPDF