is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11617

Titill: 
  • Atóm-Tobbi. Líf og starf Þorbjörns Sigurgeirssonar eðlisfræðings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er líf og ævistarf Þorbjörns Sigurgeirssonar eðlisfræðings (1917-1988). Hann var frumkvöðull í íslensku vísindastarfi og átti langan og farsælan feril.
    Æskuár og námstími Þorbjörns verða kynnt. Þar ber að nefna fjölskyldulífið á æskuheimili hans á Orrastöðum, samskipti Þorbjörns við bræður hans, tíma hans í Menntaskólanum á Akureyri og Kaupmannahafnarháskóla og ævintýralegan flótta hans frá Danmörku sem var þá undir járnhæl nasista.
    Einnig verður gert grein fyrir starfi Þorbjörns sem kennara við Háskóla Íslands og vísindastarfi eftir að hann kom aftur heim. Einnig verður fjallað um hjónaband og fjölskyldulíf hans og tíma hans úti í Danmörku þegar hann sneri þar aftur til starfa tímabundið á sjötta áratugnum. Tekin verða fyrir viðhorf kjarneðlisfræðingsins Þorbjörns til kjarnorkunnar, bæði í friðsamlegum tilgangi og til stríðsrekstrar.
    Því næst verður fjallað um hvernig Þorbjörn gat verið bæði glannalegur og utangátta. Einnig verður fjallað um hin ýmsu vísindastörf hans, til að mynda segulmælingar og tækin sem voru notuð við þær, upphafsár Eðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands og hraunkælingu í Surtsey. Einnig verða tekin fyrir hin ýmsu nefndarstörf hans fyrir Háskóla Íslands og aðrar stofnanir á umrótatímum.
    Fjallað verður um hin takmörkuðu samskipti íslenskra vísindamanna (Þorbjörn þar með talinn) og hvernig þeir komust að því að viðfangsefni sem töldust hversdagsleg hér á landi þóttu stórmerkileg á vísindaráðstefnum erlendis.
    Nokkuð verður fjallað um hinn mikilvæga þátt Þorbjarnar í hraunkælingunni í Heimaeyjargosinu 1973 og hvernig hún hindraði hraunstrauminn í því að loka höfnina af.
    Að lokum verður fjallað um lokaár Þorbjörns og hin ýmsu áhugamál hans, þar á meðal skógrækt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atóm-Tobbi. Lokaútgáfa.pfd.pdf501.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna