is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11619

Titill: 
  • Meðferð fyrir börn með ADHD. Lyfjameðferð og önnur úrræði
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildarritgerð verður fjallað um meðferð fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni. Ritgerðin er lokaverkefni til BA gráðu við Háskóla Íslands. Athyglisbrestur með ofvirkni er röskun barna þar sem einkenni röskunarinnar eru ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Til þess að fá greiningu þurfa einkenni röskunarinnar að vera komin fram fyrir sjö ára aldur og þurfa þau að koma fram á tveimur stöðum til dæmis á heimili og í skóla. Engin ein orsök er talin hafa áhrif á röskunina en það eru margir þættir sem geta spilað þar inn í. Tvö greiningarkerfi eru notuð til þess að greina athyglisbrest með ofvirkni en það eru DSM-IV sem gefin er út af bandarísku geðlæknasamtökunum og ICD-10 að gefin eru út af Alþjóðaheilbrigðisstofnun. Ýmis meðferðarúrræði eru í boði fyrir börn með athyglisbrest með ofvirkni en í ritgerðinni er skoðað hvaða meðferðarnálgun er talin henta best. Þær meðferðarnálganir sem fjallað verður um í ritgerðinni eru fjölskyldumiðuð meðferðarnálgun og foreldraþjálfun þar sem áhersla er á heildarsýn, umbunarkerfi barna, þjálfun barna, þjálfun kennara, einstaklingsmeðferð, lyfjameðferð og að lokum lyfjameðferð samhliða atferlismeðferð. Engin ein meðferðarnálgun er talin betri en önnur en þó telja sumir að bestur árangur náist þar sem lyfjagjöf er viðhöfð samhliða atferlismeðferð. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að atferlismótandi meðferð hefur verið talin góð til þess að bæta hegðun barna með því að kenna þeim rétta hegðun en hún krefst hins vegar lengri tíma en til dæmis lyfjameðferð. Því er lyfjagjöf árangursrík þegar slá á strax á einkenni barna en atferlismeðferð ef laga á hegðun barnanna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Einarsdóttir.pdf446.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna