is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11621

Titill: 
  • Ofbeldi gegn öldruðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hefur ofbeldi gegn öldruðum verið falið vandamál og einungis eru um 30 ár síðan fræðimenn og stjórnvöld tóku að gefa því gaum. Birtingarmyndir þess eru margvíslegar, m.a. líkamlegt-, andlegt-, kynferðislegt- og fjárhagslegt ofbeldi auk vanrækslu. Því er spáð að á komandi árum muni öldruðum fjölga hratt og því má gera ráð fyrir að ofbeldi gegn þeim verði alvarlegt samfélagslegt vandamál nema gripið verði til fyrirbyggjandi aðgerða.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að vekja athygli á algengi og alvarleika ofbeldis gegn öldruðum. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvert er algengi ofbeldis gegn öldruðum? Hverjir eru helstu áhættuþættir aldraðra þolenda ofbeldis? Hverjir eru áhættuþættir gerenda ofbeldis gegn öldruðum? Hvert er hlutverk heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að ofbeldi gegn öldruðum?
    Leitað var í eftirfarandi gagnasöfnum: PubMed, Google Scholar, Science Direct, Scopus og Gegni og notuð voru leitarorðin: ofbeldi, aldraður, áhættuþættir, skimun, fyrirbygging og hlutverk
    hjúkrunarfræðinga.
    Niðurstöður samantektarinnar sýndu að ofbeldi gegn öldruðum er alvarlegt vandamál sem nauðsynlegt er að takast á við. Aldraðir sem þarfnast umönnunar eru líklegri til að vera þolendur ofbeldis og makar og uppkomin börn eru oftast gerendur. Viðfangsefni heilbrigðis-starfsfólks er að skima fyrir ofbeldi, bregðast við vísbendingum um ofbeldi og stuðla að fyrirbyggingu.
    Lykilorð: ofbeldi, aldraður, áhættuþættir, skimun, fyrirbygging.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerður Anna.pdf550.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna