en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11626

Title: 
 • Title is in Icelandic Í leit að uppruna fegurðar. Hver er raunverulegur uppruni Mingei hreyfingarinnar?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mingei-hreyfingin í Japan ruddi sér til rúms í Japan snemma á fjórða áratug 20. aldarinnar. Á bak við hreyfinguna voru þungavigtarmenn í japanskri leirkeralist undir stjórn heimspekingsins og fræðimannsins Soetsu Yanagi. Hugmyndafræði hreyfingarinnar snýst í stuttu máli um að vernda fingrafar handverksmannsins og raunverulega fegurð handverksins gegn ágangi iðnvæðingarinnar.
  Soetsu Yanagi skrifaði bókina „The Unknown Craftsman“ sem fjallar um raunverulega fegurð hluta samkvæmt hugmyndafræði Mingei-hreyfingarinnar. Bókin er skrifuð af Shoji Hamada eftir handriti Soetsu Yanagi og þýdd af Bernard Leach yfir á enska tungu. Shoji Hamda og Bernard Leach eru leirkerarar sem unnu náið með Soetsu Yanagi og voru stofnmeðlimir í hreyfingunni. Í ritgerðinni er leitað eftir því hverju samferðamenn Soetsu Yanagi, þá sérstaklega Shoji Hamada og Bernard Leach, skiluðu til hreyfingarinnar og í hverju vera þeirra þar fólst. Hver er raunverulegur uppruni hreyfingarinnar og hverjir voru helstu áhrifaþættir í stofnun hennar.
  Meðal þess sem fram kemur er að svo virðist vera að hugmyndafræðin spretti nánast einungis frá fræðimanninum Soetsu Yanagi og að hlutverk Shoji Hamada og Bernard Leach hafi verið að ná til handverksfólksins. Uppruni hreyfingarinnar er óljós en útfrá þeim gögnum sem stuðst í ritgerðinni má ætla að Soetsu Yanagi hafi orðið fyrir áhrifum frá William Morris og John Ruskin og ýmsum kenningum búddismans.

Accepted: 
 • May 10, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11626


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Diðrik BA, 2012.pdf383.48 kBOpenHeildartextiPDFView/Open