en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11630

Title: 
 • is Sköpunarverkið ég. Handanvert sjálf Sartre
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Hver er þessi ég sem segi ‚ég hugsa‘?
  Flestir ef ekki allir einstaklingar hafa einhvern tíman á lífsleið sinni velt tilveru sinni fyrir sér. Hver er ég? Hvað er ég? Hvaða þýðingu hefur það hvernig ég er? Allt eru þetta spurningar sem snúast um það sem við köllum sjálf okkar. Hver er þessi ‚ég‘ sem finn til, sem elska, sem þjáist, sem hleyp, sem dansa og hvernig er ég frábrugðin þér?
  Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre setti fram verufræðilega kenningu um sjálfið í ritgerð sinni „Handanvera sjálfsins“ (fr. La transcendence de l‘Ego) árið 1936. Segja má að öll heimspeki Sartres sem síðar kom hafi staðið á grunni þessarar kenningar.
  Kenning Sartres er fyrirbærafræðileg verufræði og sem slík gengur hún út frá fyrstu-persónu sjónarmiði. Heimspekikenningar sem byggja á fyrstu-persónu sjónarmiði hafa í gegnum tíðina verið gagnrýndar fyrir að enda í svokallaðri ‚sjálfshyggju‘ og loka einstaklinga inn í sinni eigin veröld, eigin huga. Ef enginn kemst út fyrir sinn eigin huga, hvernig er þá hægt að sammælast um siðferðilega rétta breytni?
  Ritgerð þessi skiptist í tvo kafla sem hver um sig skiptist í þó nokkra undirkafla. Fyrri kaflinn inniheldur ítarlega greiningu á fyrrnefndri kenningu Sartres um handanveru sjálfsins. Í seinni kaflanum eru siðfræðilegar ályktanir dregnar af kenningunni. Kaflinn byggir aðallega á fyrirlestri sem Sartre flutti árið 1946 í París undir yfirskriftinni „Tilvistarstefnan er mannhyggja“ og stórvirkinu Veru og neind (fr. L‘Étre et le néant) frá árinu 1943.
  Skoðað verður hvort kenning Sartres leiði til sjálfshyggju og hvort yfirleitt sé hægt að draga einhverjar siðfræðilegar ályktanir af henni.

Accepted: 
 • May 10, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11630


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sköpunarverkið ég - um handanvert sjálf sartre.pdf652.04 kBOpenHeildartextiPDFView/Open