is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11634

Titill: 
 • Árekstur listheimsins og samfélagsins: Rannsókn á stöðu samtímamyndlistar í íslensku samfélagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Er nauðsynlegt að skilja listaverk á einn hátt – eins og margir vilja meina? Til að svara þessari rannsóknarspurningu er stuðst við viðtalsrannsókn á viðhorfum samtímamyndlistamanna sem var sérstaklega unnin fyrir þessa ritgerð. Viðtalsrannsóknin sýnir að árekstur myndast á milli þeirra sem svo telja og samtímamyndlistamannanna sjálfra.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina hvað veldur árekstrinum á milli þessara ólíku sjónarmiða. Rýnt er í lausnir sem gætu hugsanlega komið í veg fyrir áreksturinn. Stuðst er við helstu fræðirit og kenningar um myndlistarfyrirbærið og tilvist þess í samtímanum, til þess að greina hvað veldur þessum árekstri. Rannsóknin er gerð út frá listfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarhorni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þörf sé á róttækum hugarfarsbreytingum ef leysa á vandann og fjölga þeim sem gera sér grein fyrir virkni myndlistarformsins. En þó er enn mikilvægara að skapa aukið umburðarlyndi gagnvart fyrirbæri myndlistar – jafnvel þó ekki takist að fjölga áhorfendum hennar. Skortur á umburðarlyndi og þekkingarleysi gagnvart margfeldisáhrifum myndlistar í íslensku samfélagi veldur því að ákveðin baráttuhreyfing er að myndast innan sviðsins, en hún kallar á breytt hugarfar gagnvart myndlist í íslensku samfélagi.
  Lykilorð: Listfræði, Myndlist, Rannsókn, Samfélagið,Ísland

Samþykkt: 
 • 10.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_BA_Listfræði_kijh_2012.pdf323.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna