is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11637

Titill: 
  • Meðferðarúrræði fyrir börn yfir kjörþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita barna er vandamál víðs vegar í heiminum og er Ísland þar ekki undanskilið. Fjöldi grunnskólabarna yfir kjörþyngd er um 20% og þar af eru um fjögur prósent of feit. Rannsóknir hafa sýnt að afleiðingar offitu geta verið alvarlegar og því er mikilvægt að sporna gegn þróun offitu barna. Öflugt forvarnarstarf hefur verið unnið hérlendis í leik- og grunnskólum enda eru þær stofnanir kjörinn vettvangur til slíks starfs þar sem börn eyða dágóðum tíma vikunnar innan veggja þeirra. Auk fyrirbyggingar þarf aukna áherslu á meðferðarúrræði fyrir börn sem komin eru yfir kjörþyngd. Markmið þessarar fræðilegu úttektar er að kanna meðferðarúrræði fyrir börn yfir kjörþyngd á Íslandi sem og erlendis. Að mörgu þarf að huga þegar velja á meðferð fyrir barn sem er í yfirþyngd eða sem þjáist af offitu en samspil mataræðis og hreyfingar er mikilvægt og því nauðsynlegt að beita heildrænni nálgun við meðferð hjá þessum hópi barna. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og mikilvægi þátttöku foreldra í meðferð barna hefur komið fram í fjölmörgum rannsóknum. Áður en meðferð er hafin ætti að skima fyrir andlegri vanlíðan og hegðunarvandamálum því þeir þættir geta haft áhrif á árangur meðferðar. Skortur er á meðferðarúrræðum fyrir börn hér á landi en þó virðist hafa orðið vitundarvakning á mikilvægi þeirra. Má það einna helst sjá með stofnun Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og væntanlegs meðferðarúrræðis á vegum heilsugæslunnar.
    Lykilorð: Forvarnir, ofþyngd og offita barna, meðferðir, hlutverk heilbrigðisstarfsfólks, hlutverk foreldra.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferðarúrræðifyrirbörnyfirkjörþyngd.pdf366.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna