is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11639

Titill: 
 • 20 árum síðar: Jarðsjármælingar í nágrenni Viðeyjarstofu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Jarðsjármælingar byggja á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina þar sem þær endurkastast af jarðlagamótum, gröfnum hlutum eða öðru sem kann að finnast í jörðu. Loftnet tekur á móti bylgjunum sem endurkastast aftur til yfirborðs, stjórntölva vinnur svo úr gögnunum og setur þau fram sem þversnið gegnum jörðina. Einnig geta eðliseiginleikar undirlagsins, svo sem grunnvatnsborð haft áhrif á mælingarnar. Fyrstu jarðsjármælingar á Íslandi voru framkvæmdar í Viðey árið 1992, þær annaðist Línuhönnun hf. og voru þær gerðar að beiðni Margrétar Hallgrímsdóttur þáverandi borgarminjavarðar. Þær sýndu nokkrar hreyfingar í jarðlögum fyrir framan Viðeyjarstofu. Síðan 1992 hafa jarðsjármælingar verið sífellt meira notaðar á frumstigum rannsókna, ýmist í fornleifafræði, verkfræði eða jarðfræði.
  Að þessu sinni, eins og árið 1992, voru jarðsjármælingar gerðar að beiðni Margrétar Hallgrímsdóttur, þjóðminjavarðar. Þær fóru fram á fimm rannsóknarsvæðum kringum Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju og voru tvö loftnet notuð við mælingarnar, 400MHz og 200MHz. 400MHz loftnetið er yfirleitt notað við fornleifarannsóknir en 200MHz loftnetið var einnig notað að þessu sinni til að skyggnast lengra ofan í jörðina. Jarðsjáin sem notast var við er í eigu Háskóla Íslands og er af gerðinni SIR-3000 frá GSSI inc. Niðurstöður mælinganna sýna að jarðrask er töluvert á svæði austan Viðeyjarstofu og einnig á svæði norðvestan kirkjugarðsins við Viðeyjarkirkju. Notkun 200MHz loftnetsins reyndist nauðsynleg til að sjá mikið af óreglunum austan Viðeyjarstofu. Lítið er hins vegar um jarðrask fyrir framan Viðeyjarstofu og -kirkju, á því svæði sem áður hafði verið mælt.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  GPR measurements are based on technology where electromagnetic waves are sent into the ground where they reflect off ground layers, buried items or other material. A pair of antennas generates and intercepts the reflected waves whereas the control unit does the initial processing and provides real-time data display. The measurements can be affected by other things such as groundwater table. The first GPR measurements in Iceland were performed in Viðey in 1992 by Línuhönnun hf. Margrét Hallgrímsdóttir, who had been in charge of digging for archaeological finds for a few years, requested the measurements which then showed some irregularities in the ground in front of Viðeyjarstofa. GPR measurements have been used increasingly in early stages of researches since the year 1992. Archaeology, geology and engineering present the main users of this technology.
  Again, the GPR measurements were requested by Margrét Hallgrímsdóttir, director of national remnants. The measurements were performed in five areas around Viðeyjarstofa and Viðeyjarkirkja. Two antennas were used, 400MHz and 200MHz. The 400MHz antenna is the one generally used in archaeology, however the 200MHz antenna was also used this time to obtain readings deeper into the ground. The GPR used in the project is in possession of Háskóli Íslands, it is called SIR-3000 from GSSI. The results of the measurements show much irregularities in the area East of Viðeyjarstofa and Northwest of Viðeyjarkirkja. In other areas, in front of Viðeyjarstofa, low number of irregularities where mearsured.

Samþykkt: 
 • 10.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20_arum_sidar_jardsjarmælingar_Arni_Fridriksson_Skemman.pdf2.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Adalkort_profilar.jpg4.66 MBOpinnFylgiskjölJPGSkoða/Opna