is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11640

Titill: 
 • Lífsstíll kvenna: áhrif á frjósemi og meðgöngu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að kanna hvort vissir þættir í lífsstíl kvenna hefðu áhrif á frjósemi þeirra og meðgöngu. Lögð var áhersla á hreyfingu, næringu og næringarástand auk áhættuhegðunar sem tók til reykinga, alkóhólneyslu og kynhegðunar.
  Niðurstöður rannsókna benda til að hver þessara þátta í lífsstíl kvenna geti haft áhrif á frjósemishorfur þeirra og á meðgönguna. Ákveðið mataræði getur verið hagstætt fyrir frjósemi en einnig hagnast konur á léttri hreyfingu. Betri líkur eru á getnaði hjá konum í kjörþyngd heldur en hjá konum í ofþyngd eða undirþyngd og virðist öll áhættuhegðun draga úr frjósemi. Þegar kemur að meðgöngunni er mikilvægt fyrir konur að borða rétta fæðu, bæði fyrir sjálfa sig og barnið. Öll hreyfing bæði fyrir og á meðan á meðgöngunni stendur getur minnkað líkur á slæmum meðgöngukvillum og er hagstæð fyrir móður og barn. Öll áhættuhegðun getur skaðað fóstrið og getur haft slæmar afleiðingar í för með sér líkt og fyrirburafæðingu eða fæðingargalla.
  Til þess að koma þessari vitneskju til almennings þarf að auka fræðslu um áhrif lífsstíls.
  Lykilorð: ófrjósemi, lífsstíll, hreyfing, næring, áhættuhegðun.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this literature review was to explore if certain aspects of women's lifestyle could affect their fertility and pregnancy outcome. The main focus was on exercise, nutrition and risk behaviour in relation to smoking, alcohol consumption and sexual behaviour.
  The results show that these lifestyle factors can affect women's fertility and their pregnancy outcome. Certain diet factors and moderate exercise is beneficial for women's fertility. Women in normal weight have a better chance of getting pregnant compared to overweight or underweight women. All risk behaviours can be harmful for the fertility of women. When pregnant, good nutrition is important for both the mother and her baby. All exercise both before and during the pregnancy is beneficial for the mother and her baby and can reduce the risk of pregnancy related diseases. All risk behaviours can harm the fetus and can increase the risk of poor pregnancy outcome such as preterm labour or birth deficits.
  Education is needed to enhance the knowledge of the general public of the influence of the lifestyle on fertility and pregnancy.
  Keywords: infertility, lifestyle, exercise, nutrition, risk behaviour.

Samþykkt: 
 • 10.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf486 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna