is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11641

Titill: 
  • Myndgreining á lögun síldarkvarna til aðgreiningar á síldarstofnum í Norður-Atlantshafi
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við fiskveiðar er mikilvægt að þekkja mun á fiskistofnum. Atlantshafssíldin, Clupea harangus, er uppsjávarfiskur og skiptist í fjölmarga síldarstofna sem finnast víðsvegar um Norður-Atlantshaf og hafa ólík gotsvæði og stofnuppruna. Þessi rannsókn var gerð í samstarfi við íslensku Hafrannsóknarstofnunina sem liður í alþjóðlega síldarverkefninu HERMIX. Til þess að þekkja mun á fiskistofnum er notuð útlitsgreining á kvörnum og kannað hvort sú aðferð henti til þess að greina mun á stofnum en þessi aðferð hefur nýst vel við aðra fiskistofna. Notast var við tölfræðiforritið R og tilheyrandi fylgipakka í öllum útreikningum. Hér er borin saman síld úr tveimur stofnum, íslensku sumargotssíldinni og norsk-íslenska síldarstofninum. Samkvæmt niðurstöðum eru síldarkvarnir frá mismunandi löndum mjög ólíkar en einnig er mikill munur á einstaka kvörnum innan sömu svæða. Íslensku síldarkvarnirnar voru marktækt stærri þó þær væru yngri, líklega vegna þess að sjórinn í kringum Ísland er ætisríkari.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SíldarRitgerðinLokaUtgáfa.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna