is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11643

Titill: 
  • Einangrun erfðavísis glólita í íslenska hestinum
Útdráttur: 
  • Grunnlitir í hrossum eru jarpur, brúnn og rauður. Litaákvörðun á grunnlit hrossa er í Agouti (A) og Extension (E) setum sem táknuð eru af Agouti-signalling próteini (ASIP) og melanocortin-1 viðtaka (MC1R). Frekari litaákvörðun verður m.a. í MATP geni, eða í C seti. Stökkbreytt MATP verður CCr og deyfir grunnlitina. Glóbrúnn, muskóttur eða mórauður er rauðbrúnleitur litur í hestum sem hefur hvergi fundist annars staðar en á Íslandi. Glóbrúna litaafbrigðið kemur einungis fram hjá hrossum sem bera leirljósa erfðavísinn, C+CCr. Eins basa breytingar hafa fundist í OCA2 geni í hrossum. Tvær breytinganna finnast í útröð fimm, sú fyrri er G469A og veldur amínósýrubreytingunni A157T, sú seinni er A541G og veldur amínósýrubreytingunni I181V. Ellefu glóbrún hross voru greind með tilliti til þessara tveggja breytileika í útröð fimm og kom í ljós að þau voru annað hvort GA-AG eða AA-GG ásamt því að vera af arfgerðinni C+CCr. Ásamt glóbrúnu hrossunum voru önnur hross skoðuð þar sem brúna litaafbrigðið var í meirihluta, eitt dökkbrúnt hross kom upp með arfgerðina C+CCr og GA-AA. Það má því álykta að seinni breytileikinn, A541G, hafi afgerandi áhrif á glóbrúna litaákvörðun í íslenska hestinum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástrós Sigurðardóttir.pdf836.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna