is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11646

Titill: 
  • Sannleikskenning Nietzsches. Gagnrýni á bjarghyggju um sannleika í ljósi túlkunar Luce Irigaray á hellislíkingu Platons
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sannleikskenning Nietzsches skoðuð sem gagnrýni á platonska bjarghyggju í ljósi kenninga fransk-belgíska femínistans og heimspekingsins Luce Irigaray sem líkt og Nietzsche gagnrýnir tvíhyggjuna sem platonsk bjarghyggja gat af sér. Irigaray setur fram nýstárlega og gagnrýna túlkun á hellislíkingu Platons þar sem hún sýnir fram á hvernig hellislíkingin er í raun hrein birtingarmynd tvíhyggjunnar og hvernig tvíhyggjan er, miðað við stigskiptingu tvíhyggju í æðra og óæðra, mjög miður hliðholl konum þar sem konur eru tengdar hinu líkamlega og óæðra en karlar hinu sanna og æðra. Sannleikurinn samkvæmt Nietzsche er bundinn túlkun, sjónarhorni og því kerfi sem hann er miðaður út frá. Nietzsche gagnrýnir bjargfestukenningar um eilífan og óbreytanlegan sannleika á borð við platonsku frumspekikenninguna fyrir viðleitni þeirra til að leita sannleikans til ósýnilegra handanheima eins og ástsveltir menn að elta konu. Hér eftir verður sannleikskenning Nietzsches reifuð og gagnrýni hans á bjargfastar sannleikskenningar. Skoðuð verður sannleikskenning Platons og gagnrýni Luce Irigaray á tvíhyggju Platons, túlkun hennar á hellislíkingu hans og hvernig sú gagnrýni samræmist gagnrýni Nietzsche á bjargfestu Platons. Þótt Nietzsche hafni kenningu Platons snýr hann henni ekki á hvolf, hann hélt því með öðrum orðum ekki fram að það sem Platon teldi satt væri ósatt, heldur gagnrýnir hann bjargfestuna í kenningum Platons og setur fram kenningu um sjónarhornshyggjukenningu um sannleika sem byggir ekki á neinu sannleiksbjargi. Fjallað verður um megin hugtök í sannleikskenningu Nietzsche, fyrst í ljósi kenninga hins unga Nietzsche um sannleikann sem myndmál og hugtakakerfi og síðar hvernig hún þróast í kenninguna um sannleikann sem túlkun út frá sjónarhorni með tilliti til viljans til valds.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Júlíu Margrétar Einarsdóttur.pdf677,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna