is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11648

Titill: 
  • Íþróttir og námsárangur. Fótbolti og frjálsar íþróttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var unnið með gögn úr spurningalistakönnun sem lögð var fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla árið 2006. Skoðað er hvort að mismunandi áherslur hjá þeim sem æfa fótbolta og frjálsar íþróttir geti átt skýringa að leita til þeirra mismunandi þátta sem hafa áhrif á námsárangur þeirra. Helstu niðurstöður voru þær að mismunandi niiðurstöður fengust varðandi námsáhuga hjá þeim sem voru í fótbolta samanborið við þá sem æfðu frjálsar íþróttir. Aðrar áhugaverðar niðurstöður voru þær að menntun foreldra hefur meira vægi á námsárangur þeirra sem stunda fótbolta og að stuðningur foreldra hefur þar ekki áhrif. Rannsóknin hafði þann kost að hún sýnir fram á hvernig hægt sé að skoða nánar áhrif mismunandi áhersla í íþróttum og áhrif þeirra á námsárangur nemenda sem stunda einstaklings- og hópíþróttir. Hægt er að nota niðurstöður þessarar rannsóknir til hliðsjónvar við hönnun eigindlegs spurningalista því hér komu fram atriði sem gefa góða mynd af því hvað það er sem raunverulega skiptir máli þegar um námsárangur er að ræða. Að lokum var niðurstaðan sú að fyrir frekari rannsóknir á samanburði á þessu sviði er nauðsynlegt að bæta spurningalistann sem unnið var með. Með því væri hægt að skoða betur mismunandi gildi sem einstaklingar læri í einstaklings- og hópíþróttum, ekki síst í ljósi misjafnra niðurstaðna hvað varðaði námsárangur.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilhjálmur Vífilsson.pdf587.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna