is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11654

Titill: 
  • Spor nútímans í auðninni: Vestragreinin í samhengi kenninga um nútímann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar ritgerðar er að kanna möguleg áhrif nútímahugtaksins á merkingu vestragreinarinnar. Í ritgerðinni gefur að líta umfjöllun um áhrif nútímans á vestragreinina. Því er haldið fram að þær breytingar sem fylgdu framgöngu nútímans á miðri 19. öld og þau áhrif sem þessar breytingar höfðu á skynjun mannsins leggji merkingu vestrans að einhverju leyti til grundvallar. Merking vestrans er enn fremur talin háð því sögulega tímabili sem hann þróast á og vísar til. Það endurspeglast í grundvallar andstæðupari vestrans; milli auðnar og siðmenningar. Hugtakið nútími verður skýrt og sérstaklega litið til breyttrar birtingarmyndar og skynjunar á rými sem og breyttrar stöðu líkamans í nútímanum. Einnig verður litið til kenninga Michel Foucault um ögunarsamfélög. Út frá þessum kenningum eru greindir þeir þrír vestrar sem þýski leikstjórinn Fritz Lang gerði í Hollywood; The Return of Frank James (1940), Western Union (1941) og Rancho Notorious (1952). Vestrarnir þrír eru jafnframt skoðaðir í samhengi við höfundarverk Langs sem snýr að nútímanum. Með þetta að leiðar ljósi held ég því fram að vestrarnir þrír geti tilheyrt höfundarverki Langs vegna undirliggjandi mikilvægis nútímahugtaksins fyrir merkingu greinarinnar. Þannig er reynt að varpa ljósi á mikilvægi nútímahugaksins í vestragreininni með hjálp höfundareinkenna Langs. Vestrarnir þrír eru jafnan skildir út undan í umfjöllunum um Lang en líkt og niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna eiga þeir vel heima í höfundarverki hans.
    Lykilorð: Vestrar, Fritz Lang, Nútíminn, Kvikmyndagreinar, Kvikmyndahöfundar

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Garðar-Forsida og titilsida.pdf32.48 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Sporarnutimansiaudninni.pdf891 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna