en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11661

Title: 
 • is Óðinn. Norræn trú og fornleifar
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Norræn trú er samofin menningararfi Evrópu. Helstu heimildir um hugmyndafræði hennar er að finna í rituðum heimildum, þær merkustu eru skrif Snorra Sturlusonar. Fornleifafræði veitir innsýn í hugmyndaheim liðinna tíma en ýmsar minjar hafa fundist, til dæmis styttur og skrautkingur, sem taldar eru tengjast norrænni trú og iðkun hennar.
  Hér er fjallað um birtingarmynd æðsta guðs norrænnar trúar, Óðins, í myndmáli skrautkinga sem hægt er að lýsa sem litlum myntlaga skildingum og notaðir voru sem hálsmen til forna. Fræðimenn hafa sett fram ýmsar tilgátur um myndmál kinganna og ekki eru allir á einu máli hvað varðar túlkun þess. Sumir eru þeirrar skoðunar að myndmál sumra kinga tengist Óðni en aðrir draga það í efa. Ekki er ólíklegt að myndmál einhverra skrautkinga sýni Óðinn og/eða atriði sem tengjast honum. Kannski sýna þær eitthvað allt annað, hugsanlega óþekkt fræðimönnum í dag.
  Í norrænni trú er Óðinn fjölbreytilegur og margslunginn. Hann er guð skáldskapar, stríðs og dauða. Hann er goð rúna, galdra og alsælu. Lengi vel hafa fræðimenn velt fyrir sér tengslum norrænnar trúar við seiðtrú. Líklega má rekja margbreytileika Óðins til tengsla norrænna manna við önnur menningarsvæði og þar með hafi m.a. seiðtrú komið í trúarheim norrænna manna.

Accepted: 
 • May 10, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11661


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Odin.norraen.truogfornleifar.pdf522.53 kBLocked Until...2132/12/31HeildartextiPDF