en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11663

Title: 
  • Title is in Icelandic Vændi, félagslegt umhverfi og úrræði
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð er fjallað um hinar ýmsu birtingarmyndir vændis, félagslegt umhverfi þess, áhrif og úrræði fyrir einstaklinga í vændi. Vændi er alvarlegt og útbreitt vandamál sem birtist allstaðar í heiminum og þar með talið á Íslandi. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á málaflokknum á Íslandi og eftir lagabreytingar 2009 héldu margir að vandamálið væri leyst. Þrátt fyrir lagabreytingarnar virðist vændi blómstra hér sem aldrei fyrr og oft á tíðum fyrir augum okkar allra. Nýlega hefur þó viss vitundarvakning orðið í kjölfar nýstofnaðra samtaka sem kalla sig Stóra Systir, en þau berjast gegn vændi og mansali hér á landi. Nýlega er búið að stofna athvarfið Kristínarhús sem er ætlað fyrir einstaklinga í vændi eða á leið úr vændi. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að einstaklingar í vændi eigi margt sameiginlegt varðandi félagslegan bakgrunn. Einstaklingar í vændi hafa margir hverjir verið þolendur einhverskonar ofbeldis í barnæsku, hafa misnotað vímuefni eða strokið að heiman.

Accepted: 
  • May 10, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11663


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaskil sóley.pdf743.9 kBOpenHeildartextiPDFView/Open