is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11664

Titill: 
  • Algengi húðkroppunaráráttu og líkamsmiðaðra áráttuhegðana meðal íslenskra háskólanema
  • Titill er á ensku Prevalence of Pathological Skin Picking and Body Focused Repetitive Behavior in an Icelandic Student Population
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn var gerð til að kanna algengi húðkroppunaráráttu og fjögurra annarra líkamsmiðaðra áráttuhegðana meðal íslenskra háskólanema. Rannsóknin náði til 261 þátttakenda, 208 kvenna (79,7%) og 53 karla (20,3%). Aflað var upplýsinga meðal þátttakenda um fimm tegundir líkamsmiðaðra áráttuhegðana, þ.e. húðkroppunar, nögun nagla, nögun innan úr kinnum, hárreyti og fikti í hári. Til að meta húðkroppun og hárreyti voru lagðir fyrir sjálfsmatskvarðarnir: Húðkroppunarkvarðinn (íslensk þýðing á Skin Picking Scale), og Hárreytikvarðinn (íslensk þýðing á The Massachusetts General Hospital Hairpulling Scale). Til að meta naglanag, nögun innan úr kinnum og hárfikt var annars vegar Húðkroppunarkvarðinn aðlagaður að hegðun sem tengist naglanagi og að naga innan úr kinnum og hins vegar Hárreytikvarðinn aðlagaður að hegðun sem tengist hárfikti. Í heild bentu niðurstöður til að 21,7% þátttakenda væru með eina eða fleiri líkamsmiðaða áráttuhegðun. Niðurstöður sýndu að 5% þátttakenda náðu greiningarviðmiðum fyrir húðkroppun, 8,5% fyrir að naga neglur, 4,6% fyrir að naga innan úr kinnum, 5,6% fyrir hárreyti og 3,6% fyrir hárfikt. Niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður erlendra athugana á algengi líkamsmiðaðra áráttuhegðana og rædd möguleg tengsl þessara áráttuhegðana.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstridurBA_Ritgerd_Samskipti.pdf899.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna