Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1167
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er fjallað um ofbeldi gegn börnum og bjargir þeim til handa sérstaklega innan leikskóla. Auk skýringa á hvað ofbeldi er og hvaða afleiðingar það getur haft á framtíð barna er greint frá atriðum sem talið er gott að vinna með til að styrkja börn í aðstæðum sem þessum.
Gerð var könnun meðal starfsmanna í leikskólum á Akureyri um það hvernig þeir telja sig í stakk búna ef upp kemur grunur eða vissa um ofbeldi gegn börnum og hvaða upplýsingar þeir vilja sjá í handbók um það efni. Einnig voru tekin viðtöl við einstaklinga sem vinna að barnaverndar- og ofbeldismálum.
Niðurstöður sýna að starfsmenn í leikskólum telja sig ekki nógu vel upplýsta um þessi mál og komu með tillögur sem nýta mætti í gerð handbókar þeim til stuðnings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
obeldiborn.pdf | 1.01 MB | Takmarkaður | Ofbeldi gegn börnum og bjargir þeim til handa - heild | ||
obeldiborn-e.pdf | 296.37 kB | Opinn | Ofbeldi gegn börnum og bjargir þeim til handa - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
obeldiborn-h.pdf | 168.81 kB | Opinn | Ofbeldi gegn börnum og bjargir þeim til handa - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
obeldiborn-u.pdf | 73.21 kB | Opinn | Ofbeldi gegn börnum og bjargir þeim til handa - útdráttur | Skoða/Opna |