is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11672

Titill: 
  • Kvengerð speki í karllægum heimi. Spekin í Orðskviðum og birtingarmynd hennar í aðferðafræði Montessori og nútímanum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því af hverju hin kvengerða speki fékk hljómgrunn í hinni karllægu bókmenntahefð Biblíunnar og einnig verður skoðað hvort hin kvengerða speki ýti undir eða sporni gegn kynjahyggju í menningu nútímans. Fyrst verður skoðað uppbygging og stíll Orðskviða, á hvaða tímabili bókin var sett saman og merking titils bókarinnar. Orðið ḥāḵ•māh (viska, חָכְמָ֣ה) verður skoðað bæði í Gamla testamentinu og einnig innan Orðskviða. Jafnframt verður staða spekinnar í sköpuninni skoðuð og samband hennar við Guð. Það eru margar tilgátur til um uppruna spekinnar sem virðist hafa komið úr fjölmenningarsamfélagi þar sem trúarbrögð sköruðust og samtvinnuðust með mörgum hætti, en flestir fræðimenn telja spekina eiga uppruna sinn að rekja til gyðja í Egyptalandi og Mesópótamíu. Það er eftirtektarvert hvernig Orðskviðirnir tefla saman tveimur andstæðum með mjög myndrænum hætti, hinni kvengerðu speki og heimskunni ásamt hinni framandi konu. Þeim er att gegn hvor annarri þegar þær berjast um hylli ungra manna sem þurftu að velja á milli þeirra. Milli spekinnar sem er hyggin og skynsöm og heimskunnar sem er hávær og ögrandi. Þessar andstæður sjást í kvikmyndum, raunveruleikaþáttum og auglýsingum í dag, þar sem sýnt er fram á að konur séu í eðli sínu óvinir og keppinautar. Þessi framsetning á konum hefur haft mjög neikvæð áhrif á þær í gegnum aldirnar, en birtingarmynd hinnar kvengerðu speki í ljósi nútímans verður skoðuð í samræmi við það hvernig konur birtast í fjölmiðlum. Einnig er þeirri hugmynd velt upp hvaða skilaboðum og tilgangi sé verið að koma á framfæri með því að nota spekina sem konu í Orðskviðunum. Hin kvengerða speki er að mörgu leyti lík Maríu Montessori sem hefur haft merk áhrif á samtíma okkar, en þær notuðu báðar visku sína til að kenna og leiða ungt fólk til betri vegar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maria Gunn ritgerð.pdf514.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna