is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11673

Titill: 
  • Sakhæfir geðsjúkir fangar: Úrræði og úrræðaleysi
  • Titill er á ensku The sentencing and treatment of legally sane offenders with mental disorders
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er fjallað um málefni sakhæfra geðsjúkra fanga út frá löggjöf, réttindum og úrræðum. Markmið ritgerðarinnar er að kortleggja þau úrræði og þá þjónustu sem sakhæfum geðsjúkum föngum stendur til boða ásamt því að koma með tillögur að úrbótum. Rannsóknir hafa sýnt fram á samband milli einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma og afbrota. Þegar einstaklingur brýtur af sér og vafi liggur á sakhæfi hans á verknaðarstundu, er oft farið fram á geðrannsókn. Niðurstöður benda til þess að mörkin á milli sakhæfis og ósakhæfis eru óljós en engar ákveðnar reglur liggja fyrir því hverjir fá að gangast undir geðrannsókn. Dómari er ekki bundinn af útkomu geðrannsóknarinnar og dæmir eftir eigin sannfæringu hvort einstaklingurinn hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu eða sakhæfur, þrátt fyrir að vera með geðsjúkdóm. Ósakhæfir einstaklingar eru í flestum tilfellum dæmdir til vistunar á réttargeðdeildinni á Kleppi þar sem þeir fá meðferð við sjúkdómi sínum á meðan sakhæfir einstaklingar eru dæmdir til fangelsisvistunar þar sem takmarkaða meðferð er að fá. Útilokað hefur reynst fyrir sakhæfa geðsjúka fanga að fá langtímainnlögn á geðdeild þrátt fyrir mikil veikindi og er geðlæknaþjónusta við fangelsin af skornum skammti. Stjórnvöld hafa fengið gagnrýni úr hinum ýmsu áttum fyrir úrræðaleysi í málefnum sakhæfra geðsjúkra fanga og hefur Fangelsismálastofnun í mörg ár ítrekað bent á þann vanda og beðið um úrbætur.

Samþykkt: 
  • 11.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sakhæfir geðsjúkir fangar - Úrræði og úrræðaleysi _1_-1.pdf393.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna