is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11676

Titill: 
 • Konur í Kína. Aðstæður kvenna í Kína
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru aðstæður kvenna í Alþýðulýðveldinu Kína fyrr og síðar og ætla ég að skoða hvernig þær hafa breyst til batnaðar síðan á tíma keisaraveldanna. Ég tek aðallega fyrir Alþýðulýðveldið Kína, ekki sjálfstjórnarsvæði eins og t.d. Taívan og Hong Kong. Ég fer stuttlega í aðstæður kvenna á tíma keisaraveldanna, það góða við þær og það slæma. Ég ætla að skoða áhrif einbirnisstefnunnar á konur í Kína og fjölskylduna sem hefur svo lengi verið og er ennþá að einhverju leyti miðpunktur samfélagsins. Útburður stúlkubarna hefur lengi verið vandamál í Kína og ætla ég að skoða ástæður þeirra og afleiðingar. Eins fjalla ég um ójafnt kynjahlutfall sem varð til vegna útburðar stúlkna, einbirnisstefnunnar og fleiri þátta.
  Þegar kemur að nútímanum þá mun ég skoða skólagöngu kínverskra kvenna og þátttöku þeirra á vinnumarkaðnum og í stjórnmálum. Í lokin mun ég skoða aðstæður kínverskra kvenna í dag og réttindi þeirra og hvernig aðstæður þeirra og réttindi gætu hugsanlega orðið betri í framtíðinni.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að aðstæður kvenna í Kína eru mun betri í dag heldur en á tíma keisaraveldanna fornu.
  Ég vil einnig benda á það að ég hef sjálf búið um tíma í Kína og kynntist ég þar nokkrum kínverskum konum svo þar með hef ég einhverja sýn inn í aðstæður þeirra og get borið þær saman við aðstæður mínar hér á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 11.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-RITGERD Agnes 081089-2219.pdf394.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna