is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11679

Titill: 
  • Strúktúr í arkitektúr
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er samspil arkitektúrs og strúktúrs skoðað og það athugað hvernig samspil þessara þátta hefur breyst í gegnum tíðina. Fyrst er samband arkitektúrs og strúktúrs skoðað út frá hugmyndafræði módernismans og það borið saman við hugmyndir módernistanna um heiðarleika í byggingargerð. Áhrif franska arkitektsins og fræðimannsins Viollet-le-Duc á upphafsmenn módernismans eru skoðuð og einnig hvernig ný byggingarefni, stál og járnbent steypa, höfðu áhrif á þróun og mótun módernismans. Í kjölfarið af því er gerð ítarleg skoðun á Barcelona Pavillion sem Mies van der Rohe teiknaði árið 1929 og strúktúr skálans borin saman við hugmyndafræði módernismans almennt. Í framhaldi af því er samband arkitektúrs og strúktúrs skoðað út frá hugmyndafræði póst-módernismans og þar fjallað stuttlega um afbyggingu eða deconstructionisma í arkitektúr. Loks er gerð ítarleg skoðun á Kunsthal listasafninu í Rotterdam sem hannað var af arkitektinum Rem Koolhaas hjá OMA og strúktúr byggingarinnar settur í samhengi við póst-módernismann og afbyggingu. Í lok ritgerðarinnar er svo samantekt þar sem niðurstöður ritgerðarinnar eru teknar saman og meðhöndlun módernismans og póst-módernismans borin saman.

Samþykkt: 
  • 11.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf943.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna