is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11680

Titill: 
  • Notkun gosefna í íslenskum byggingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ef eitt atriði hefur öðru fremur mótað sérstöðu íslenskrar byggingarlistar þá er það skortur á hentugum innlendum byggingarefnum til varanlegrar húsagerðar.
    Ísland er auðugt af gosefnum á borð við vikur og gjall.
    Vikur hefur allt frá tímum Rómverja verið notaður sem byggingarefni erlendis. Á seinni tímum hefur hann verið töluvert notaður í tengslum við byggingariðnaðinn og þá aðallega í forsteyptar léttsteypueiningar og hleðslusteina.
    Það var því aðeins tímaspursmál hvenær Íslendingar gerðu tilraunir með notkun hans.
    Gjall hefur verið notað töluvert hérlendis sem fyllingarefni í húsgrunna og sem fylliefni í steinsteypu og hleðslusteina.
    Talið er að vikur hafi fyrst verið notaður í byggingar hérlendis árið 1916. Fyrstu vikurvinnslurnar voru í Axarfirði og á Snæfellsnesi. Sú fyrri var rekin af Sveinbirni Jónssyni frá Akureyri. Hann stóð einnig að stofnun Vikurfélagsins ásamt Jóni Loftssyni í Reykjavík. Vikurfélagið var með vikurnámu í Snæfellsjökli á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.
    Á iðnsýningunni sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stóð fyrir árið 1932 komu fram margar merkar nýjungar, þar kynnti verksmiðjan Iðja m.a. til sögunnar einangrunarplötur úr vikri eða „Vikril“.
    Fyrsta húsið úr vikurholsteini var reist við Kleppsveg í Reykjavík laust fyrir heimsstyrjöldina síðari. Nánast allt húsið var úr vikri, aðeins gluggar og dyr voru úr timbri. Veggir voru úr holsteinum, sperrur og þakplötur úr vikursteypu.
    Um 1967 hófst nýtt skeið í sögu hlaðinna húsa hérlendis þegar Jón Loftsson h/f byrjaði framleiðslu og sölu á Mátsteinum úr gjalli (rauðamöl) frá Seyðishólum í Grímsnesi. Jón Loftsson H.f. og Arkitektafélagið stóðu fyrir samkeppni í hönnun þessara húsa árið 1970 og gefinn var út ítarlegur kennslubæklingur í kjölfarið. Þrátt fyrir það stóð tímabil Mátsteinshúsanna stutt yfir. Þessi hús hafa reynst fremur vel sérstaklega ef öllum leiðbeiningum var fylgt eftir.
    Haraldur Ásgeirsson forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins hefur tvisvar staðið fyrir byggingu vikurhúsa. Hið fyrra var hanns eigið hús að Ægissíðu 48 í Reykjavík. Hið seinna var hús RB sem er úr forsteyptum léttsteypueiningum úr svokallaðri x-steypu. Bæði húsin hafa reynst vel.
    Vikur hefur nánast ekkert verið notaður til húsbygginga síðustu tvo áratugi ef undan er skilið hús Ólafs Sigurðssonar arkitekts í Mosfellsbæ.

Samþykkt: 
  • 11.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf3,55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna