is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11685

Titill: 
 • Rýmisleg stjórnun líkamans í arkitektúr og dansi : líkaminn sem bygging, bygging sem líkami
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð velti ég því fyrir mér að hvaða leiti mín tvö helstu áhugamál, arkitektúr og dans tengjast. Þótt ótrúlegt meigi virðast þá eiga arkitektúr og dans margt sameiginlegt en m.a. takast bæði fyrirbærin á við eiginleika rýmisins. Dansari notar danssmíði sína til þess að fanga víddir rýmisins með hreyfingum sínum en arkitekt notar hins vegar rými sem formgerð til þess að skapa líkamanum bústað. Bæði dansarar og arkitektar takast á við rýmið sem rými líkamans.
  Við erum háð rýminu til þess að hreyfa okkur og við hreyfinguna afmyndum við rýmið með líkömum okkar. Innra rými líkamans grundvallast í því rými sem hver og einn nær til með útlimum sínum þegar hann stendur kyrr og ytra rými líkamans er það rými sem er utan okkar persónulega innra rýmis.
  Bæði líkami dansarans og bygging arkitektsins tákna efnisheild sem veitir sjálfinu skjól og öryggi. Bæði fyrirbærin þurfa sitt andrými, hafa sitt innra og ytra rými, þurfa að bregðast við umhverfinu og áreiti annarra fyrirbæra af sömu tegund. Það sem greinir hins vegar á milli þeirra, er augljóslega að líkaminn hefur getu til þess að hreyfast en það hefur byggingin ekki.
  Í hönnunarferli arkitektsins, lærir arkitektinn að þekkja landslag byggingarsvæðisins, heildarsamhengi byggðs umhverfis og notagildi tilkomandi byggingar. Með hönnun sinni mótar hann bæði innra og ytra rými hverrar byggingar fyrir sig líkt og danshöfundar endurmóta ytra rými dansaranna í sífellu með tilfærslu innra rýmis þeirra. Arkitektúr er vörpun af hreyfingu líkamans í rými. Nauðsynlegt að arkitektinn geti varpað skema líkama síns inn í ímyndað rými til þess að reyna að skynja hreyfingu, jafnvægi og skala verðandi notenda rýmisins. Danshöfundar nota líkamann sem verkfæri tjáningar í rými. Á bak við hverja hreyfingu líkamans liggur áætlun sem lýsir sér í meðvitaðri stjórn líkamans á orkunni sem hann býr yfir. Danshöfundur er arkitekt rýmisins og rýmið er landslag danshöfundarins. Danshöfundar staðsetja dansara í rými líkt og arkitektar staðsetja form innan byggingar. En ólíkt formum arkitektúrsins þá breytast from dansarans í sífellu með hreyfingu sinni um rýmið.

Samþykkt: 
 • 11.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf584.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna