Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11686
Á dögum Giorgio Vasari var ekki eftirlíking ekki álitin andstaða frumleika eða
nýjungar, þvert á móti þótti eftirlíking reyna á hugvit og sköpunargáfu listamanna við að
taka fyrirmyndum sínum fram. Rafael er dæmi um málara sem komst il hæstu metorða með
því að líkja eftir því fegursta í fari fyrirmynda sinna, en í æviskrám Vasari er engin
minnkun fólgin í eftirlíkingu engin minnkun, og það að stela uppúr verkum annara var ekki
lagt er mönnum til lasts.
Myndlistarmenn fengust ekki við að skálda upp ný viðfangsefni en notuðust við
þekktar sögur, og studdust þá við fyrri útfærslur annara listamanna á sama myndefni. Ef
listamaður brá frá vananum varðandi myndskipan eða bætti inn nýjum fígúrum var talað
um það sem “uppfinningar” hans. Hæfileikinn til uppfinningar þótti nauðsynlegur við
útfærslu á sögum í myndrænt form. Á fyrri hluta sautjándu aldar var málarinn Dominichino
sakaður um hugmyndastuld við gerð altaristöflu, en hann hafði stuðst við “uppfinningu”
kennara síns. Þetta mál vakti mikla athygli á sínum tíma og viðbrögðin við því gefa glögga
mynd af viðhorfum manna til eftirlíkinga, og uppfinningu.
Endurreisnarmenn tóku hugmyndir um innblástur í arf frá grískrómverskri fornöld,
og litu svo á að menn væru mis náttúraðir til skáldskapar og lista. Deilt var um að hve
miklu leyti hæfileikar væru meðfæddir eða áunnir. Stíll listamanna var að einhverju leyti
talinn endurspegla náttúru þeirra, og með aukinni samkeppni og sölu listar á almennum
markaði varð stíll stöðugt mikilvægari. Listamenn sáu sér hag í því að koma sér upp
aukennilegum og eftirsóttum stíl, og fara í auknum mæli að kynna til sögunnar ýmsar
nýjungar til að vekja athygli á sjálfum sér.
Um miðja átjándu öld átti sér stað viðhorfsbreyting gagnvart eftirlíkingu í listum,
fyrst í Bretland og svo víðar í Evrópu. Eftirlíking þótti hamla frekari þróun lista, og
frumleikahugtakið festir sig í sessi. Í stað þess að reiða sig á göfug fordæmi lögðu skáld og
listamenn traust sitt á innblástur og andagift. Ímyndunarafl og hugarflug urðu lærðum
hæfileikum mikilvægari, og akademísk ögun mátti sín lítils gagnvart snilligáfu. Menn litu
ekki síst til verka Shakespeare sem gengu í berhögg við helstu reglur og hefðir
skáldskaparlistarinnar. Hið meinta menntunarleysi hans þótti sönnun þess að snilligáfa væri
meðfædd, og frumleiki var hennar helsta einkenni.
William Duff, Alexander Gerard og Edward Young eru meðal Breta sem hampa
Shakespeare og snilligáfu, og í Þýskalandi ganga Gottfried Herder og liðsmenn Sturm und
Drang hreyfingarinnar enn lengra við að lofa snilligáfu á kostnað akademísks lærdóms,.
Árið 1789 skrifar svo Immanuel Kant grein í um snilligáfu í bókinni Gagnrýni
dómgreindar, sem innlegg í þessa umræðu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Frumleiki .pdf | 286.03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |