is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11687

Titill: 
  • Ungt fólk og atvinnuleysi. Mikilvægi námsúrræða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi hefur aukist mjög í kjölfar fjármálakreppunnar sem skall á landinu í lok ársins 2008. Afleiðingar atvinnuleysis og þá sérstaklega langtímaatvinnuleysis geta verið alvarlegar fyrir ungt fólk, bæði andlega- og heilsufarslega sem og -félagslega.
    Í ritgerðinni er ætlunin að skoða hver staða ungra atvinnuleitenda á Íslandi er og hvaða námsúrræði eru í boði. Helstu niðurstöður eru þær að tengsl milli náms og atvinnuleysis eru sterk en rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru með lágt menntastig eru í aukinni hættu á að verða atvinnulausir. Helsta ástæða atvinnuleysis meðal ungs fólks er skortur á reynslu á vinnumarkaðinum, sem færir rök fyrir mikilvægi náms. Því er mikilvægt að gera breytingar á menntakerfinu og tengja það betur þörfum vinnumarkaðarins. Ástæða er til að skoða menntastefnur annarra Evrópulanda og þá sérstaklega hjá þeim löndum sem bjóða upp á tvískipt menntakerfi. Frá því að kreppan skall á landinu hefur verið lögð mikil áhersla á virkniúrræði og þá sérstaklega fyrir ungt atvinnulaust fólk. Átaksverkefninu „Ungt fólk til athafna“ var komið á laggirnar hjá Vinnumálastofnun og hefur árangur af átakinu verið góður. Átak hefur verið gert í framboði á námsúrræðum en það samræmist markmiðum stjórnvalda með Ísland 2020. Eitt af markmiðum stefnumörkunarinnar Ísland 2020 er að lækka hlutfall atvinnulausra, hækka menntunarstigið og minnka brottfall úr námi.
    Til að takast á við þær afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á ungt fólk er mikilvægt að auka hlut félagsráðgjafa hjá Vinnumálastofnun, þar sem þeir hafa víðtæka þekkingu á samfélaginu og innviðum þess. Ungir atvinnuleitendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkan bakgrunn og þurfa ólíkar lausnir á sínum vanda, og því er mikilvægt að bakgrunnur þeirra fagaðila sem koma að málum þeirra sé sem fjölbreyttastur. Hjálp til sjálfshjálpar er mikilvæg en til þess þarf að virkja einstaklinginn og eru félagsráðgjafar með þá þekkingu sem til þarf.

Samþykkt: 
  • 14.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin.pdf695.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna