en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1169

Title: 
  • is Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill : á einelti sér stað meðal leikskólabarna?
Keywords: 
Abstract: 
  • is

    Í þessari B.Ed. ritgerð er stuðst er við skilgreiningu Olweusar á einelti og kenningar hans, en rannsóknarspurningin er: Á einelti sér stað í leikskólum? Í fyrri hluta verksins er einkum stuðst við niðurstöður erlendra rannsókna en fjallað er um þátttakendur eineltis, félagslega stöðu þeirra og aðra áhrifaþætti. Afleiðingar eineltis eru teknar næst til umfjöllunar, bæði hvað varðar líðan þolenda meðan það varir og langtímaáhrif þess. Vandinn er tekinn til umfjöllunar og litið er til erlendrar og innlendrar grundar og lítillega sagt frá því sem er að gerast í forvörnum eineltismála. Fjallað er um frumkvöðul forvarnastarfs eineltis, Olweus, sem framkvæmt hefur rannsóknir og markað djúp spor í sögu eineltis. Í heimildaleit fundust nokkrar erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á einelti í leikskólum, greint er frá þeim og helstu niðurstöðum þeirra. Margar leiðir hafa verið farnar í baráttunni gegn einelti en miðar það starf aðallega að grunn- og framhaldsskólum. Fáar heimildir fundust sem miða að leikskólastarfi en hægt er að yfirfæra margar þeirra aðferða, sem þekktar eru, yfir í leikskólastarf.
    Í seinni hluta verksins er greint frá niðurstöðum könnunar á viðhorfum hér á landi til eineltis í leikskólum. Könnunin fór fram í 12 leikskólum á Akureyri þar sem þátttakendur voru bæði foreldrar og leikskólakennarar. Helstu niðurstöður eru þær að nánast allir leikskólakennarar og meira en helmingur foreldra telja skilgreiningu Olweusar á einelti geta átt við um leikskólabörn. Meira en helmingur leikskólakennara hafa orðið varir við einelti í leikskólum. Í ljósi niðurstaðna má sjá að einelti er talið eiga sér stað í leikskólum og því verður að taka á þeim vanda.

Accepted: 
  • Jan 1, 2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1169


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
snemma.pdf569.39 kBOpenHeildartextiPDFView/Open