en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11692

Title: 
  • Title is in Icelandic Tríamsínólón munnlausnartöflur: Þróun og prófanir
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sterar eru ein helsta meðferð gegn hinum ýmsu bólgusjúkdómum í munnholinu. Með staðbundinni meðferð verða minni aukaverkanir þar sem lyfið hefur ekki áhrif á líkamann í heild. Lyf sem notuð eru í munnholi losna fljótt og hafa því skamma verkun. Við alvarlegri bólgusjúkdóma þarf að notast við aðra meðferð í dag en staðbundna því lyfin duga oft skammt. Æskilegir eiginleikar munnlausnartaflna eru m.a. jöfn losun lyfs úr töflu yfir tíma, munnlausnartafla þarf að haldast á sama stað í nokkrar klukkustundir, lyfjalosun þarf að hafa einstefnu að munnslímhúðinni og frásogast inn í eða yfir hana.
    Markmið: Rannsóknin fólst í að búa til og rannsaka munnlausnartöflur sem innihalda sykurstera með forðalosun. Sykursterinn tríamsínólón var settur í fléttu með sýklódextríni til að auka losun lyfjaefnisins. Notuð voru alginöt sem fylliefni þar sem þau hafa sérstaka viðloðunareiginleika og loða við slímhúð munns þegar munnlausnartöflunni er komið fyrir á meðferðarstað.
    Aðferðir: Fyrst voru gerðar fasa leysni rannsóknir til að ákvarða fléttumyndun sýklódextríns og tríamsínólóns. Út frá því var ákveðið hvaða sýklódextrín kæmu til greina. Næst voru munnlausnartöflur þróaðar með mismunandi gerðum af alginötum. Hráefnin sem voru notuð í munnlausnartöflurnar voru leyst upp með vatni og frostþurrkaðar. Gerðar voru gæðaprófanir á töflunum og in vitro prófanir.
    Niðurstöður: Hannaðar voru framleiðsluforskriftir sem gáfu góðar niðurstöður. Þær munnlausnartöflur voru úr framleiðsluforskrift B1 og B5. Munnlausnartafla B1 innihélt virka efnið tríamsínólón, náttúrulegt ɣ-sýklódextrín og alginatið kelton HVCR. Munnlausnartafla B5 innihélt virka efnið tríamsínólón, náttúrulegt ɣ-sýklódextrín og alginatið protanal ester. Munnlausnartöflurnar stóðust gæðaprófanir og gáfu núlltastigs losun í losunar- og flæðiprófunum.
    Ályktanir: Áhugavert væri að halda áfram með þróun á munnlausnartöflum B1 og B5. Finna hjálparefni sem bæta bragð og einnig mætti finna frostþurrkunarmót sem staðla frekar útlit og stærð munnlausnataflna.

Accepted: 
  • May 14, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11692


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tríamsínólón munnlausnartöflur.pdf25.83 MBOpenHeildartextiPDFView/Open