en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11693

Title: 
 • is Fæðingarþunglyndi. Áhrif, afleiðingar og þjónusta
Keywords: 
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • is

  Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
  Meginefni þessarar heimildaritgerðar er fæðingarþunglyndi og þættir sem því
  tengjast. Leitast er við að svara spurningum um hvað fæðingarþunglyndi sé og
  hverjir séu áhættuþættir þess. Hvaða aðferð hentar best fyrir heilbrigðisstarfsfólk
  til að skima eftir fæðingarþunglyndi hjá konum? Áhrif fæðingarþunglyndis eru
  skoðuð út frá móður, barni og maka. Fjallað er um þær kenningar sem leitast við
  að skýra afleiðingar fæðingarþunglyndis á tengslamyndun móður og barns, þar
  sem rannsóknir hafa sýnt að léleg tengslamyndun er algengari hjá mæðrum með
  fæðingarþunglyndi. Þeir þættir sem valda því að móðir leitar sér ekki hjálpar við
  fæðingarþunglyndi eru athugaðir ásamt því að fjallað verður um hvaða meðferðir
  eru notaðar við meðhöndlun fæðingarþunglyndis og þá þjónusta sem er í boði á
  Íslandi. Hlutverk félagsráðgjafa eru skoðuð og hvernig nálgun starfsstéttarinnar
  getur unnið að því að bæta þjónustu við mæður með fæðingarþunglyndi og
  fjölskyldur þeirra. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að fræðsla á meðgöngunni og
  stuttu eftir fæðingu barns virðist geta komið í veg fyrir langtímaafleiðingar
  fæðingarþunglyndis hjá móður, barni og fjölskyldu. Aukin fræðsla eykur einnig
  líkurnar á því að mæður leiti sér fyrr hjálpar og getur hún leitt til þess að umræðan
  um fæðingarþunglyndi verður opinskárri á Íslandi.

Accepted: 
 • May 14, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11693


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Marta Joy Hermannsdóttir BA ritgerð lokaskjal.pdf382.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open