is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11694

Titill: 
 • Í nafni Allah hins náðuga og miskunnsama: Staða kvenna innan íslam, Í ljósi feðraveldisuppbyggingar trúarbragðanna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknar minnar er að skoða stöðu kvenna innan íslam í ljósi feðraveldisuppbyggingar trúarbragðanna og varpa ljósi á reynslu múslímskra kvenna út frá þeirra eigin orðum og upplifunum. Tekin voru viðtöl við fræðimenn sem hafa sérhæft sig í íslam, ásamt því tók ég viðtöl við tvo hópa af konum, annar hópurinn var í Danmörku og hinn á Íslandi.
  Það var gert til að bera saman upplifanir þessara tveggja hópa og skoða reynslu kvenanna af trúarbrögðum sínum og samfélagi því sem þær væru búsettar í. Ef upplifanir kvennanna væru ólíkar, á milli þessara tveggja hópa, vildi ég skoða í hverju sá mismunur lægi. Beini ég sjónum mínum að því hvernig stýrandi valdatengsl ytra og innra samfélags viðmælenda minna móta upplifun og reynslu þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að feðraveldis uppbygging trúarbragðanna, ásamt þeim fordómum sem þær sæta, bæði í ytra og innra samfélagi sínu, eru að hafa mikil og mótandi áhrif á sjálfsmynd þeirra og lífsgæði.
  Í ljós kom að hóparnir tveir, annars vegar á Íslandi og hins vegar í Danmörku, upplifðu mismikla fordóma gagnvart því að vera konur inna íslam og einnig hvernig þær upplifðu þá fordóma. Einnig var merkjanlegur munur á viðhorfum kvennanna sjálfra, eftir því hvort þær voru fæddar og uppaldar sem múslímar, eða hvort þær höfðu tekið upp trúarbrögðin síðar á lífsleiðinni. Athyglisvert var einnig sá munur sem merkjanlegur var útfrá því hvort þær voru aðfluttar, úr íslömskum ríkjum, eða fæddar og uppaldar í Danmörku og á Íslandi.
  Fordómar samfélagsins, sem byggjast yfirleitt á vanþekkingu og röngum upplýsingum, ýta undir að konurnar upplifa ákveðna „hinun“ (e.otherness) frá samfélaginu. Það hefur áhrif á félagsleg tengsl þeirra, á viðhorf þeirra til samfélagsins og veldur því að þær eru að stórum hluta í trúvörn. Allir viðmælendur mínir leituðust við að finna rökréttar skýringar á því misrétti sem konur eru beittar, á grundvelli líffræðilegs kyns, innan trúarbragðanna. Allir viðmælendur mínir horfðu mest á hvað hin trúarlega iðkun var að gera fyrir þær persónulega og þær horfðu til þess hvernig iðkunin hjálpaði þeim í daglega lífi. Iðkun viðmælenda minna var þó misjöfn, bæði eftir tímabilum í lífi þeirra og á hvaða hátt þær voru að iðka trú sína. Konurnar voru sammála um að íslam sjálft væri fullkomið, en að túlkun mannanna væri skeikul og að áhrif þess að karlar hafa túlkað trúarbrögðin, lög og reglur væru konum í dag, ekki í hag. Hér gríp ég niður í viðtal sem ég tók við viðmælanda á Íslandi sem ég gaf dulnafnið Dagný, hún er á sextugsaldri:
  „Konur eru að segja, gefið okkur aftur þau réttindi sem íslam gaf okkur. Af því að það er miklu betra en það sem karlmenn gerðu við reglurnar og lögin og allt. Já. Ég er ekki á móti Sharía ef þeir átta sig á hvernig Sharía raunverulega er og iðka það, ekki Sharía sem talíbanarnir eða bin Laden ákveða að sé Sharía eða eins og þetta er í Saudi Arabíu, það er ekki Sharía.“
  Dagný, á sextugsaldri, Ísland.

Samþykkt: 
 • 14.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA RITGERÐ PDF FORM.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MA+Ritgerð+Elín+Lóa+Kristjánsdóttir+02.05.2012.pdf352.96 kBOpinnHeimildarskrá og efnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Opin öllum til lestrar, en ekki má afrita eða ljósrita annað en Heimildarskrá og efnisyfirlit, án leyfis höfundar.