is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11705

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar BRIEF listans í íslenskri þýðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrifærni er yfirhugtak sem vísar til safns innbyrðis tengdra ferla. Þessi ferli eru notuð til að leiða hegðun að ákveðnum markmiðum. BRIEF (Behavior Rating Inventory of Executive Function) er matslisti sem á að meta stýrifærni í ADHD. Markmið rannsóknarinnar er að athuga próffræðieiginleika íslenskrar þýðingar BRIEF listans. Listinn var sendur heim með börnum í 4. til 7. bekk í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt Ofvirknikvarðanum. Foreldrar barnanna fylltu út foreldralistann og alls bárust 263 svör. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að í íslenskri þýðingu eru fimm þættir ólíkt átta þátta lausn eins og bandaríska útgáfan gefur. Áreiðanleiki og þáttaskýring er viðunandi fyrir listann í íslenskri útgáfu. Atriðin hlaðast á þættina athygli/minni, tilfinningastjórn, hvatvísistjórn, dagleg umgengni og aðlögunarhæfni. Úr Ofvirknikvarðanum eru þrír skýrir þættir sem vísa til athyglisbrests, hvatvísi og ofvirkni. Samleitni- og sundurgreinandi réttmæti BRIEF listans við Ofvirknikvarðann er viðunandi. Hins vegar er endurprófunaráreiðanleiki BRIEF listans lágur. Nauðsynlegt er að setja fyrirvara við niðurstöður þar sem þær byggja á litlu úrtaki miðað við stærð BRIEF listans. Því er mikilvægt að endurtaka rannsóknina með stærra úrtaki og á fleiri stöðum en höfuðborgarsvæðinu til að auka alhæfingargildi.

Samþykkt: 
  • 15.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn_Birgisdottir.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna