is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11709

Titill: 
  • Þróun atferlislista fyrir börn á grunnskólaaldri: Mat á hegðunarvandamálum á samfellu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var framkvæmd til þess að athuga hvort hægt sé að útbúa jákvætt orðaðan atferlislista til að skima fyrir mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarröskun. Atferlislisti var saminn með 62 jákvætt orðuðum atriðum sem spyrja um eðlilega hegðun. Þátttakendur voru 141 móðir og 109 feður 146 barna í 4. – 7. bekk í þremur grunnskólum í Kópavogi. Til þess að geta metið hegðunarvanda barna á samfellu í stað flokka var sóst eftir því að svör við atriðunum myndu nálgast normaldreifingu. Dreifing atriðanna var skoðuð. Meginásaþáttagreining var framkvæmd annars vegar í úrtaki mæðra og hins vegar í úrtaki feðra. Þáttabygging listans var skoðuð sem og próffræðilegir eiginleikar hans. Niðurstöður sýna að mögulegt er að semja atriði sem lýsa einkennum hegðunarraskana með jákvæðum hætti og að svör foreldra nálgast normaldreifingu. Áreiðanleiki þátta og þáttaskýring er viðunandi, en dreifing heildartalna þátta er skekkt. Í atriðasafninu eru þrír þættir í báðum úrtökum en þáttabygging er ekki nákvæmlega sú sama hjá mæðrum og feðrum. Þessi frumraun gefur góðar vonir um að með frekari þróun sé hægt að meta hegðunarraskanir á samfellu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to assess whether it is possible to create a behavior rating scale with positively formulated items to screen for oppositional defiant disorder and conduct disorder. A behavior rating scale was constructed with 62 positively formulated items that measure normal behavior. Participants in the study were 141 mothers and 109 fathers of 146 children in the 4th – 7th grade in three elementary schools in Kópavogur. In order to identify the behavioral problems of children as a part of a spectrum and not as seperate categories the answers to the items had to approach a normal distribution. The distribution of items was examined. Two principal axis factor analyses were conducted, one in the sample of mothers and the other in the sample of fathers. The factor structure and psychometric properties of the scale were examined. The results show that it is possible to construct items that describe the symptoms of behavioral disorders in a positive manner and that the answers of parents to these items approach a normal distribution. Factor reliability and communalities are acceptable but the distribution of the factor total numbers are skewed. Both samples reveal three factors but the factor structure is not completely the same between samples. This is the first time the scale is tested and the results are indicative that with further development it may become possible to define behavior problems as a spectrum.

Samþykkt: 
  • 16.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun_atferlislista_fyrir_börn_á_grunnskólaaldri_Alexandra&Árný2012.pdf832.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna