is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1171

Titill: 
 • Þróun handmenntakennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á tímabilinu 1977 til dagsins í dag
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þjóðin hefur stundað hannyrðir frá því að land byggðist. Menn lærðu hver af öðrum og börnin af þeim fullorðnu. Upp úr aldamótunum 1900 fer hannyrðakennslan smám saman að færast inn í skólana og árið 1936 er hún gerð að skyldunámsgrein. Fyrsti skólinn sem vitað er til að hafi kennt hannyrðir er Barnaskóli Reykjavíkur en þar hófst hannyrðakennsla árið 1901.
  Halldóra Bjarnadóttir var einn helsti frumkvöðull handmenntakennslu. Hún varð skólastjóri Barnaskólans á Akureyri árið 1908 og var það til 1918 og kenndi hannyrðir allan þann tíma. Hannyrðakennsla var nýnæmi í þeim skóla. Árið 1922 flutti Halldóra til Reykjavíkur og tók við handavinnukennslu í Kennaraskóla Íslands og kenndi þar til ársins 1930. Halldóra segist hafa lagt kapp á það við kennsluna að kenna þjóðlega handavinnu. Hún vann ötullega að því að halda íslenskri handavinnu á lofti.
  Kennaraskólinn hóf að kenna handavinnu árið 1910 og hefur hún verið kennd þar síðan.
  Í Aðalnámskrá grunnskóla, sem gefin var út 1977, kemur fyrst fram að bæði kyn eigi að læra hannyrðir sem var helsta breytingin frá námskránni 1960. Ekki er mikil munur á handavinnunni í námskránum 1977 og 1989. Helsti munurinn á námskráin 1999 og þeim fyrrnefndu er sá að námskráin 1999 er mun ítarlegri en hinar tvær. Verkþættirnir eru í meginatriðum þeir sömu.
  Rætt var við fimm kennara úr fjórum skólum um þróun handavinnukennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á undanförnum 25 árum. Þeir eru allir sammála um að helstu áhersluatriði handavinnukennslunnar eigi að vera að kenna nemendum að verða sjálfbjarga í verki þannig að þeir geti bjargða sér sjálfir t.d. við fataviðgerðir.
  Helsta þróunin er sú að stundafjöldinn hefur dregist saman um 1/3 hluta í mörgum skólum. Það má að einhverju leyti rekja til þess, að árið 1977 var farið að kenna báðum kynjum handavinnu og smíði. Nú hefur þriðju greininni verið bætt við í mörgum skólum, t.d. tölvum eða heimilisfræði, þannig að nú er handavinna víða aðeins kennd 1/3 part vetrarins og þar af leiðandi er hægt að kenna mun færri atriði en áður. Þetta kemur sér illa fyrir greinina, nemendur fá minni tíma og læra færri atriði. Þetta getur leitt til þess að nemendur geti síður bjargað sér sjálfir með handavinnu seinna meir, þegar þeir verða fullorðnir og stofna eigið heimili.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
throunhand.pdf525.57 kBTakmarkaðurÞróun handmenntakennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á tímabilinu 1977 til dagsins í dag - heildPDF
throunhand-e.pdf74.88 kBOpinnÞróun handmenntakennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á tímabilinu 1977 til dagsins í dag - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
throunhand-h.pdf104.34 kBOpinnÞróun handmenntakennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á tímabilinu 1977 til dagsins í dag - heimildaskráPDFSkoða/Opna
throunhand-u.pdf76.74 kBOpinnÞróun handmenntakennslu í dreifbýlisskólum á Norðurlandi á tímabilinu 1977 til dagsins í dag - útdrátturPDFSkoða/Opna