Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11715
Slit á fremra krossbandi er með alvarlegri hnémeiðslum sem hægt er að verða fyrir. Í kjölfarið getur hnéð farið að hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga í langan tíma á eftir, jafnvel það sem eftir er ævinnar. Við þetta bætist sú staðreynd að auknar líkur eru á að greinast með slitgigt síðar á lífsleiðinni. Tíðni fremri krossbandaslita hér á landi er ekki þekkt og framskyggnar (e. prospective) rannsóknir á því hvernig fólki farnast hvað varðar einkenni í hné, daglega færni og lífsgæði eru fáar. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á því hvort auknar líkur séu á meiðslum í aftanlærisvöðvum eftir aðgerð á fremra krossbandi.
Í verkefninu verður fjallað um rafræna könnun sem hönnuð var fyrir einstaklinga sem slitið hafa fremra krossband. Könnunin var gerð með það að leiðarljósi að 1) skrá hugsanlega áhættuþætti fremra krossbandsslits á Íslandi; 2) kanna tengsl skurðaðgerða sem nota vef úr aftanlærisvöðva við endurgerð fremra krossbands og tognana aftan í læri; og 3) athuga sjálfsmat einstaklinga, sem hafa slitið fremra krossband, á einkenni í hné og áhrif þeirra á starfræna færni og lífsgæði. Mætti segja að hér hafi verið um forkönnun (e. pilot study) að ræða þar sem markmiðið var annars vegar að sjá hvernig rafræn könnun af þessari gerð gæti reynst sem hluti af öðru stærra verkefni, en hins vegar að fá upplýsingar sem hægt væri að nýta til áframhaldandi þróunar þeirra spurninga sem lagðar voru fyrir þátttakendur.
Niðurstöðurnar voru þær að könnun sem þessa væri hentugt að leggja fyrir enn stærri hóp fólks. Niðurstöður slíkrar könnunar gætu þá hugsanlega varpað skýrara ljósi á hverskonar vandamál og einkenni þeir Íslendingar sem slitið hafa krossband mega búa við í daglegu lífi. Þá gefur þessi forkönnun vísbendingu um að hugsanlegt sé að fólk sem hefur slitið krossband og farið í aðgerð þar sem sinar úr aftanlærisvöðva voru notaðar til að búa til nýtt liðband, togni oftar aftan í læri þeim megin sem aðgerðin var gerð miðað við heilbrigða fótinn. Vert væri að rannsaka þetta efni nánar þar sem í framtíðinni gætu niðurstöður könnunar sem þessarar haft áhrif á val á endurhæfingu fólks sem slítur fremra krossband.
Anterior cruciate ligament (ACL) injury is one of the most serious knee injuries, and the consequences can have great impact on the quality of one‘s life for a long time after, even the rest of the life. In addition there is an increased likelihood of developing osteoarthritis later on lifetime. The incidence of this injury is unknown in Iceand and prospective studies, as concerns knee symptoms and their effects on knee function and quality of life following ACL injury, are lacking. In addition, no studies have examined whether injuries in hamstring muscles are more likely after ACL reconstruction. In this thesis data from an online questionnaire that 18 individuals with a history of ACL reconstruction were invited to parttake in, will be presented. The questionnaire was designed to 1) identify possible risk factors regarding knee ligament injuries in Iceland, 2) examine associations between ACL reconstructive surgeries using hamstring grafts and hamstring muscle strains, 3) evaluate self-reported symptoms and function of the knee in individuals who have torn their ACL and the effects on functional capability and quality of life. This may be regarded as a pilot study, where the objective was to see how useful online questionnaires, such as this one, could be on a larger scale. Also to gather information that could be used to work on further evolvement of the questions used in the pilot study. The results indicate that a study such as this one would be well suited for a larger group as the conclusion could probably clarify better the problems and symptoms that Icelanders who have torn knee ligaments struggle with on daily basis. This pilot study also indicates that it is possible that people who have torn the ACL and subsequently had surgery where tendons from Hamstring muscles were used for the graft, are more prone to straining the hamstring muscles on the side that the surgery was done on, rather than the healthy leg. Further research would be valuable, as the outcome of such a study could affect the post-injury and post-surgical rehabilitation of those who have torn their ACL.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsíða BS.pdf | 31.61 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Fremri krossbandaslit1.pdf | 955.2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |