en English is Íslenska

Thesis Iceland Academy of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11718

Title: 
 • Title is in Icelandic Fatnaður framtíðarinnar
Submitted: 
 • January 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fatahönnun er á áhugaverðum stað núna. Það er mikil framþróun í tækni, bæði tengd efnum og framleiðsluaðferðum. Möguleikarnir virðast vera óendanlegir innan tækni og vísinda og er fatahönnun að þróast með. En það gerist mjög hægt og við nánari skoðun virðist eitthvað halda aftur af þeirri þróun. Maður gæti haldið að í heimi þar sem tækniframfarir hafa farið fram úr okkar tíma væru hömlurnar minni og að fatnaður hefði þróast mun lengra en við sjáum í okkar samtíma.
  Dæmin tvö sem verða greind í þessu samhengi eru, kvikmyndin Blade Runner og tölvleikurinn Eve Online. Skoðaðar verða tækninýjungar tengdar fatnaði sem eru í þróun og fjallað verður um Hussein Chalayan sem er að vinna áhugaverð verkefni í tengslum við fatnað, tækni, vísindi og listir.
  Það er ennþá bara draumur að á köldu vetrarkvöldi skynji peysan mín að mér sé kalt og að þræðirnir í henni byrji smám saman að hitna og hlýja mér. Þetta er eitthvað sem ætti að vera hægt að þróa með þeirri tækni sem er til í dag og sérstaklega í fatnaði sem búinn er til fyrir gerviheima, eins og tölvuleiki og kvikmyndir. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að framtíðarkvikmyndir og tölvuleikir séu vannýtt tækifæri fyrir fatahönnuði og vefnaðarvöruframleiðendur til að prófa hvernig hátækniefni og föt gætu haft áhrif á líf okkar, án þess að þurfa að gera til þess tilraunir á alvöru manneskjum.

Accepted: 
 • May 16, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11718


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd.pdf303.76 kBLockedHeildartextiPDF