is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11720

Titill: 
  • Ganga niður fjall: álagseinkenni við hnéskel, orsakir og úrræði
  • Titill er á ensku Downhill walking: patellofemoral pain, pathology and intervention
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ganga niður fjall er krefjandi og er sérstaklega mikið álag sem verður á hné en talið er að það sé allt að sexföld líkamsþyngd sem verkar á hnéliðinn við gönguna niður. M. quadriceps (fjórhöfðavöðvi) þarf að vinna lengi í eksentrískri vinnu til að stjórna hnébeygjunni sem er aukin og varir lengur en við göngu á jafnsléttu.
    Markmið þessarar heimildaritgerðar var að gera grein fyrir álagi í hnjám þegar gengið er niður í móti, með áherslu á patellofemoral liðinn, og taka saman þau úrræði sem hægt er að nota, bæði fyrirbyggjandi aðgerðir sem og hvað hægt sé að gera í fjallgöngunni sjálfri.
    Einstaklingar með verk í patellofemoral liðnum eiga erfiðara með að ganga niður en heilbrigðir og beita uppbótarlausnum til að reyna að minnka verkinn, til dæmis með því að minnka hnébeygjuna og átak m. quadriceps.
    Margar mögulegar orsakir eru fyrir þessum verk og geta þær bæði verið líkamlegar og lífaflfræðilegar. Helst ber að nefna aukið Q-horn, vöðvaójafnvægi milli vöðvahluta m. quadriceps, óhagkvæmt rennsli hnéskeljar og of mikið álag á patellofemoral liðinn.
    Meðferð felst einkum í styrkþjálfun og teygjum þeirra vöðva er tengast hné, teipingu á hnéskel og jafnvægisæfingum. Til að minnka álagið á hnéliðinn í sjálfri göngunni er gott að nota göngustafi.

  • Útdráttur er á ensku

    Downhill walking is a strenous task, particularly for the knee joint where prolonged high knee extensor moments are required with load forces of up to six times the bodyweight.
    The aim of this thesis was to investigate the mechanical effort placed on the knee joint during downhill walking, with a particular emphasis on the patellofemoral joint. Also, to search information on possible intervention, both preventive treatment, specific training, and compensatory methods used to decrease the load on the knee.
    During descent, the knee extensor muscles control the lowering of the body and work eccentrically with the knee joint in a greater flexion than during level walking. An increased knee extensor force and knee flexion angle yields a large patellofemoral joint compressive force. Therefore, people with patellofemoral joint pain often have difficulties with downhill walking and attempt to minimize symptom aggravation and reduce quadriceps force by employing compensatory strategies such as decreasing the knee flexion angle and/or gait speed.
    Patellofemoral joint pain may be caused by structural and functional factors such as a large Q-angle or imbalance of muscle activity in muscles of the knee. Structural and functional changes can lead to a dysfunctional position and gliding of the patella and, thereby, an excessive load on the patellofemoral joint.
    The main treatment strategies for patellofemoral joint dysfunction are specific motor control and strength exercises with emphasis on improving muscle control. Stretching stiff muscles may also be necessary to improve position and motion at the knee. Taping of the patella is proposed in order to correct its position and gliding. Finally, the use of trekking poles is advised as they reduce the forces acting on the knee and provide stability during downhill walking.

Samþykkt: 
  • 16.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ganga niður fjall - álagseinkenni, orsakir og úrræði.pdf449.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna