Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11724
Íslenskar ljósmyndir frá þriðja áratug 20. aldar voru notaðar til að greina tísku þess tíma í þessari ritgerð. Áratugurinn var viðburðarríkur vegna mikilla samfélagslegra breytinga. Í fyrsta skipti var hlutfall fólks í þéttbýli hærra en í dreifbýli á Íslandi. Uppgangur var í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld sem Ísland fór ekki varhluta af. Tækni var í örri þróun, atvinnuljósmyndun var að ryðja sér til rúms og almenningur á Íslandi var almennt mjög áhugasamur um að nýta sér þá þjónustu. Kvikmyndir urðu mikilvægir miðlar menningar og tísku, sem íslenskar stúlkur urðu fyrir miklum áhrifum af. Vegna þessarar þróunar urðu tískubreytingar miklar og breyddust hraðar út en áður var mögulegt. Konur fóru út á vinnumarkaðinn og öðluðust aukið fjárhagslegt sjálfstæði. „Reykjavíkurstúlkan” spratt upp úr þessum hræringum sem sjálfstæður einstaklingur sem fór sínar eigin leiðir. Ljósmyndir eru meðal helstu heimilda okkar um það hvernig fólk lifði á þessum tíma. Það má deila um hversu áræðanleg heimild ljósmyndin er vegna þess hve mjög sviðsetning einkenndi hana. Þess vegna er nauðsynlegt að styðjast einnig við ritaðar heimildir. Tískubreytingarnar voru mjög umdeildar hér á landi, líklega vegna þess að þær ögruðu aldagömlum klæðaburði sveitafólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 645,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |