is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11727

Titill: 
 • Tamdir þræðir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni var klæðnaður skoðaður í sögulegu samhengi út frá sjónarhorni kynjafræðinnar. Samkvæmt kenningum í kynjafræði um mótunarhyggju og kynferði stafa ólíkir eiginleikar kvenna og karla ekki af meðfæddu eðli þeirra heldur mótast einstaklingarinr af þeim hugmyndum sem eru ríkjandi í samfélaginu um kalmennsku og kvenleika. Þannig fæðast einstaklingar ekki kvenlegir eða karlmannlegir.
  Fatnaður er mikilvægur þáttur í því að tjá og túlka kynferði einstaklinga og er hann afar ólíkur eftir kyni í vestrænni menningu nútímans. Tíska er eitthvað sem er almennt talinn tengjast hinu kvenlega. Ef litið er til tískuiðnaðarins nú á tímum er auðvelt að sjá að stærstur hluti hans er tileinkaður kvenkyns neytendum. Plássið í stórum verslunum sem notað er fyrir stúlkna- eða kvenföt er yfirleitt mun stærra en það sem fer undir drengja- og karlafötin. Möguleikar kvenna á fatavali og fjölbreytni innan tískurófsins eru jafnframt mun meiri en karla og þá eru breytingar á kventíska mun örari og meiri öfgar eru ríkjandi. Þetta hefur hins vegar ekki alltaf verið þannig og fram á 19. öld var klæðnaður kynjanna ekki svo ólíkur og beindist áherslan fremur að því að aðgreina stétt og stöðu einstaklinganna. Í ritgerðinni var farið gróflega yfir þessa þróun og hugsanlegar ástæður hennar.
  Í kjölfarið var skoðað hvaða áhrif þessi mikla aðgreining eftir kyni hefur á samfélagið. Birtingarmynd tísku getur verið mjög neikvæð í garð kvenna þar sem hið síbreytilega kvenlega form er í forgrunni. Var skoðað hvernig líkami kvenna er í nútíma samfélagi markvisst agaður til þess að vera kvennlegur út frá kenningum franska heimspekingsins Michel Foucault um alsæi, valdbeitingu og aga í samfélaginu.
  Að lokum var fjallað um þá staðreynd að karlmenn eru í aðalhlutverki við mótun kventísku sem yfirhönnuðir helstu tískufyrirtækja í dag. Var reynt að kryfja ástæður þessa ójöfnuðar og jafnframt hvort að tengsl væru milli þess og hversu ólík tíska fyrir kynin er.
  Að lokum var fjallað um hönnun tveggja kvenna, þeirra Vivienne Westewood og Rei Kawakubo sem hafa vakið upp áleitnar spurningar um kynferði, kynþokka og kvenleika.

Samþykkt: 
 • 18.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf663.01 kBLokaðurHeildartextiPDF