is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11729

Titill: 
 • Hvaða upplýsingar skortir sjúklinga um myndgreiningarrannsóknir? Undirbúningur fyrir gerð fræðslubæklings
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknar: Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf sjúklinga til fræðslu um myndgreiningarrannsóknir og komast að því hvaða upplýsingar það eru sem sjúklinga skortir. Niðurstöður rannsóknarinnar verða notaðar við hönnun fræðslubæklings.
  Efni og aðferðir: Hannaður var spurningalisti ætlaður fyrir sjúklinga sem komu í myndgreiningarrannsókn á Domus Medica. Þátttakenda var aflað með þægindaúrtaki og munnlegs samþykkis var aflað fyrir þátttöku í rannsókninni. Alls voru 100 sjúklingar beðnir um að taka þátt. Af þeim svöruðu 8 sjúklingar neitandi og 92 sjúklingar samþykktu að taka þátt í rannsókninni (svarhlutfall 92%).
  Niðurstöður: Þau atriði sem þátttakendum fannst mjög mikilvægt eða mikilvægt að fá upplýsingar um fyrir rannsókn voru hvenær þeir fengju niðurstöður (70%), kostnaður (53%), geislun (51%), hversu langan tíma rannsóknin tekur (51%), viðvörun um mögulega innilokunarkennd (39%), hvort setja þyrfti upp nál (37%) og hvort gefið væri skuggaefni (37%). Rúmlega helmingur þátttakenda (54%) vildu fá fræðslu um rannsóknina frá lækni um leið og ákvörðum um rannsókn væri tekin.

  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að með aukinni fræðslu væri mögulega hægt að minnka kvíða sjúklinga sem þurfa á myndgreiningarrannsókn að halda. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum ætti að vera hægt að hanna fræðslubækling þar sem almennt viðhorf þátttakenda til fræðslu var jákvætt og meirihluti þeirra mundi lesa fræðslubækling ef hann væri til.

Samþykkt: 
 • 18.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvaða upplýsingar skortir sjúklinga um myndgreiningarrannsóknir.pdf977.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna