is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11730

Titill: 
 • Eru CODA börn, börn af erlendum uppruna? Tvítyngd börn í leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá tveimur hópum tvítyngdra barna. Annar hópurinn er tvítyngdur á erlendu tungumáli og íslensku, þ.e.a.s. börn af erlendum uppruna, það eru börn sem flust hafa til Íslands með foreldrum sínum og eiga annað móðurmál en
  íslensku og aðra heimamenningu. Hinn hópurinn er tvítyngdur á táknmál og íslensku eða svokölluð CODA börn en það eru heyrandi börn heyrnarlausra foreldra. Þau eiga
  einnig annað móðurmál en íslensku, þ.e. íslenska táknmálið og aðra heimamenningu,
  menningu heyrnarlausra. Þar sem tungumál, menning og nám eru órjúfanlega tengd
  verður hér fjallað um máltöku, ólíka menningarheima, nám þessara tvítyngdu barna í
  íslensku á leikskóla og sagt frá þeim atriðum sem þessi börn eiga sameiginleg, eins og
  t.d. það að lifa í tveim menningarheimum og að eiga annað móðurmál en íslensku.
  Einnig er greint frá því sem er ólíkt með þessum börnum, eins og uppbygging
  móðurmáls þeirra. Meginmarkmiðið er að vekja athygli á og veita innsýn í dvöl CODA
  barna á leikskóla og þarfir þeirra þar þegar kemur að aðlögun, foreldrasamvinnu og
  málörvun og bera þessa þætti saman við dvöl barna af erlendum uppruna, í þeim
  tilgangi að athuga hvort þessi börn falli undir sama hatt þegar að leikskóladvöl kemur.
  Við lestur heimilda kom í ljós að þegar í leikskóla er komið eru þarfir þessara barna þær
  sömu þegar litið er til aðlögunar þeirra að leikskólanum, málþroska og málörvunar
  þeirra. Það er því ljóst að þegar litið er til móttökuáætlana leikskóla fyrir börn af
  erlendum uppruna ætti að tilgreina Coda börn þar á meðal.

Samþykkt: 
 • 18.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru CODA börn...pdf196.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna