is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11732

Titill: 
  • Haute couture : hlutverk og gildi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Haute couture er einstakt fyrirbrigði í tískuheiminum sem hefur ekki enn yfirgefið kastljós tískusýningarpalla Parísarborgar þrátt fyrir að hafa átt undir högg að sækja síðan undir lok sjöunda áratugarins. Talið er að aðeins 200 konur gætu verið eftir í heiminum í dag sem enn kaupa hinar dýru, sérsaumuðu haute couture flíkur en hátt verðið skýrist meðal annars af því handbragði sem notað hefur verið við gerð haute couture frá því á dögum föður haute couture – enska kjólameistarans Charles Frederick Worth. Haute couture getur ekki talist arðsamur „iðnaður“ og þeim tískuhúsum hefur stöðugt fækkað sem teljast fullgildir meðlimir haute couture. Því má velta fyrir sér hlutverki og gildi haute couture í dag. Er haute couture meira en bara skrautsýning?
    Haute couture virðist hafa mikið auglýsingagildi fyrir aðrar ódýrari og aðgengilegri vörur haute couture tískuhúsanna – svo sem prêt-à-porter, ilmvötn og snyrtivörur. Ímynd haute couture smitast yfir á aðrar vörulínur og vegur það upp á móti því tapi sem haute couture veldur tískuhúsunum. Haute couture er þó líka mikilvægt vegna hinnar sérhæfðu handverkskunnáttu sem gæti átt á hættu að tapast með öllu fækki enn frekar í hópi haute couture tískuhúsa. Önnur hugsanleg ástæða fyrir því að halda verndarhendi yfir þessum sérstaka heimi gæti verið sú að haute couture er líklega eitt síðasta vígi munaðarvarningsins innan tískuheimsins í dag.
    Hvert svo sem gildi haute couture kann að vera þá getur enginn velkst í vafa um að á haute couture eru margir mismunandi fletir.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna