is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11733

Titill: 
  • Andtíska : föt sem tjáningarmáti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við höfum öll þörf til þess að tjá okkur en tjáning okkar fer ekki einungis fram með töluðum orðum, við tjáum okkur jafnframt með klæðnaði. Klæðnaður getur gefið upplýsingar um kyn, aldur, samfélagsstöðu, persónuleika og fleira. Hann er einnig notaður til þess að tjá einstaklingseinkenni en í leiðinni gerum við grein fyrir því hvaða hópi við tilheyrum. Í raun er fatnaður mikilvægur í ferli hópamyndunar, þar sem að með klæðnaðinum sýnir viðkomandi hvaða hóp hann eða hún tilheyrir. Samfélagið hefur búið til ákveðna ímynd um hvernig samfélagsþegnar eiga að líta út á hverju tímabili. Það fólk sem tileinkar sér þann stíl er hluti af hinum stóra samfélagshópi og fylgir norminu. Aftur á móti gerir fólkið, sem fellur ekki inn í þann hóp, uppreisn gegn norminu og flokkast í minnihlutahópa eða jaðarhópa. Jaðarhópar eru hópar af fólki sem deila oftast svipuðum skoðunum og telja sig ekki tilheyra hinum stóra samfélagshópi. Fólkið sem tilheyrir jaðarhópum gerir uppreisn gegn ríkjandi tísku og þess vegna er þeirra stíll kallaður andtíska.
    Upphaf andtísku, það er að segja þegar fólk tók meðvitaða ákvörðun um að gera uppreisn gegn ríkjandi tísku, má rekja til lok 19. aldar og upphafs 20. aldar. Fútúrisminn, konstrúktívisminn og pródúktívisminn eru þær listastefnur sem höfðu mest áhrif á upphaf andtískunnar. Þá mátti í fyrsta skipti sjá ósamhverf snið, óhefðbundin hlutföll, lítinn mun á klæðnaði kynjanna svo eitthvað sé nefnt. Það má vera að þessar stefnur hafi haft áhrif á að fjöldi jaðarhópa hafa birst í gegnum tíðina, sérstaklega í sambandi við listastefnur og tónlistastefnur. Sem dæmi má nefna pönkið. Hugmyndir jaðarhópa um útlit veita oft fatahönnuðum innblástur og stíll þeirra er notaður af neyslusamfélaginu. Þegar það gerist, þykir það annað hvort vera endalok jaðarhópanna eða verður til þess að annar stíll þróast innan jaðarhópsins. Það má sjá andtísku á tískusýningum í helstu tískuborgum heims. Sem dæmi má nefna að í París sýna fatahönnuðir á borð við Rei Kawakubo, Martin Margiela, Rick Owens og Haider Ackerman sköpun sína en þau öll sérhæfa sig í andtísku. Jafnframt gera þau öll uppreisn gegn ríkjandi gildum og viðmiðum tískunnar en veita tískuheiminum aukinn fjölbreytileika.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna