Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11734
Í þessari ritgerð er fjallað um umbúðir fyrir íslenskan vökva á Íslandi. Eingöngu er fjallað um íslenskar vörur sem ætlaðar eru fyrir íslenskan markað. Leitast er við að svara því hvort umbúðir á Íslandi séu auþekkjanlegar frá hvorri annari og hvort og þá hvað sérstaklega ruglar fólk í samanburði tveggja umbúða. Í ritgerðinni eru notaðar ýmsar heimildir, meðal annars bókin What is branding eftir Matthew Healy. Stiklað er á stóru á ýmsum þáttum umbúðasögunnar bæði innanlands sem og erlendis. Saga Tetra Pak er skoðuð og saga umbúða fyrir mjólk rakin. Teknar eru til skoðunar upplýsingar á umbúðum og hvernig þróun hefur gengi hér á landi. Að lokum er svo gerð úttekt á helstu keppinautum sem telja mætti ruglingslegar á einhvern hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 768.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |