is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11739

Titill: 
  • Samsteypur leturfræðinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samsteypur leturfræðinnar (e. ligatures). Ein sú þekktasta sinnar tegundar er samsteypan fi, þar sem bókstöfunum f og i hefur verið skeytt saman í eitt rittákn til þess að bera uppi þá árekstra sem geta orðið á hálegg f og punktsins yfir i-inu. Samtengingarnar geta verið misaugljósar eftir hverri leturgerð og þar af leiðandi eru þær misvinsælar meðal notenda. Einnig má nefna að margir bókstafir – t.d. æ, w og ß – hafa eitt sinn byrjað sem einhvers konar samsteypur og síðar meir fest sig í sessi sem sjálfstæðar einingar.
    Ritgerðin er vettvangur þar sem leitast verður við að kynna áhugasömum fyrir tilvist þessara sérstöku fyrirbæra með tilliti til sögu þeirra, þróun og notkun í gegnum tímans rás. Varpað er fram spurningunni hvort samsteypur eigi alltaf við á hinum ýmsu sviðum prent- og skjámiðla, en til hjálpar verður reynt að útbúa einfalt flokkunarkerfi samsteypa þar sem einblínt verður á tvær helstu gerðir samsteypa eins og þær þekkjast í dag. Þær upplýsingar, sem ritgerðin byggir á, tengjast allar hönnun á sjónrænum boðleiðum á einn eða annan hátt, en t.a.m. hafa bækurnar The Elements of Typographic Style eftir Robert Bringhurst, A History of Graphic Design eftir Philip B. Meggs og Þættir úr Letursögu eftir Þorstein Þorsteinsson reynst afar vel til upplýsingaöflunar. Sömuleiðis má nefna greinina „Twelve Golden Rules for Setting Perfect Type“ og hjálparsíðu Unicode, sem báðar hafa staðfest og fellt grunsemdir og kenningar höfundar varðandi hvað má telja til ríkjandi notkunar á letri í dag.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ólíkt hinum ótal mörgu bókstöfum og rittáknum sem tilheyra hinum ýmsu ritkerfum heimsins eru einungis örfáar samsteypur í rittáknastaðli Unicode samtakanna. Ástæðan er sú að stafrænu samsteypur nútímans eru eingöngu að finna í leturgerðum hönnuða sem hafa valið að sérteikna þær þar inn. Þar af leiðandi fylgja birtingamyndir samsteypa stílbragði þeirra leturgerða sem þær dvelja í hverju sinni og því er ekki unnt að staðla þær í Unicode. Því er gerð enn meiri krafa til þeirra, sem þær skulu nota, að þær séu viðeigandi hverju verki og að þær bæti samskipti skilaboða og þátttakenda.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna